Láta þá róa

Mér finnst út af fyrir sig virðingarvert að menn viðurkenni nauðsyn þess að skapa grundvöll fyrir trausti og friði um bankana. Finnst það samt ekki svo æðislegt að sé ástæða til að ganga á eftir þeim.

mbl.is Standa við afsagnir sínar

One thought on “Láta þá róa

  1. ————————————————————

    Eva mín, það er kallað að láta menn róa þegar þeir eru reknir þessir eru að fara að eigin  frumkvæði…

    Sjáumst á Bessastöðum á föstudag.

    Ragnar Borgþórs, 11.2.2009 kl. 16:33

    ————————————————————

    Samkvæmt minni orðabók, sem er Orðabók Menningarsjóðs 1985, merkir að láta einhvern róa að sleppa af honum hendinni eða losa sig við hann.

    Hvað er að gerast á Bessastöðum á föstudag?

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 16:42

    ————————————————————

    Já endilega að losa okkur við þá sem eitthvað kunna og geta.  VG hlýtur að geta dregið upp einhverja reynslulausa aula til að setja í staðinn.

    Þarf nokkuð að byggja upp traust á bankastofnunum?  Þér er ekki viðbjargandi Eva.

    Hvumpinn, 11.2.2009 kl. 16:51

    ————————————————————

    Sérð þú einhverja ástæðu til að treysta stofnun sem lánar breskum kráarkarli 280 milljarða út á fyrirtæki í taprekstri?

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 22:35

Lokað er á athugasemdir.