Lögreglan sýnir sitt rétta andlit

mbl.is Sturlu bannað að þeyta lúðra
Það er semsé rangt sem fulltrúar lögreglunnar halda fram, að hlutverk hennar við mótmælaaðgerðir sé að tryggja að mótmælendur geti komið boðskap sínum til skila. Hlutverk hennar er greinilega, eins og ég hef lengi haldið fram; að sjá til þess að mótmæli valdi yfirvaldinu ekki ónæði.Og hlífið mér við ‘bara að vinna vinnuna sína’ væli. Þessir menn hafa valið sér það hlutskipti að taka sér stöðu gegn þeim sem eru að reyna að knýja fram réttlæti. Það er engin afsökun að hafa valdníðslu  að atvinnu. Þeir sem kveikja á rafmagnsstólnum eru líka ‘bara að vinna vinnuna sína’.

One thought on “Lögreglan sýnir sitt rétta andlit

  1. ——————————————-

    Skríll: ef þið eruð með hávaða  verðið þið handtekin.

    Þar haið þið það. Hagið ykkur vel..

    hilmar jónsson, 11.2.2009 kl. 11:20

    —   —   —

    Já þetta er með ólíkindum, eins og þetta hér; 

    Það má bara raula. Það er ýmislegt sem ekki má á götum borgarinnar.  Á einum stað í lögreglusamþykktinni segir: “Á götum bæjarins eða þar sem hætta getur stafað af má ekki leika knattleik, paradís, feluleik, skikk eða kling…”Á öðrum stað: “Enginn má ganga dularklæddur á almannafæri, eða í búningi sem misbýður velsæmi eða getur raskað allsherjarreglu..”Og munið svo þetta;“Á almannafæri má heldur ekki fljúgast á, æpa, kalla, blístra eða syngja hátt “  Ef þið haldið að hver sem er megi aka um götur borgarinnnar, þá er það misskiliningur. Nauðsynlegir eiginleikar ökumanna eru tíundaðir í 55. Grein lögreglusamþykktarinar;“Ökumenn og vagnstjórar skulu vera nógu sterkir og þroskaðir til þess starfa, enda hafi þeim verið kennt að stýra hesti og vagni af æfðum ökumannn.” Mömö möööööEf þið skylduð vera á ferð um götur Reykjavíkur á hesti og  hefðuð naut meðferðis, þá er rétt að minna ykkur á 63 grein lögreglusamþykktarinar.  Þar stendur: “Nautgripir, sem færðir eru til bæjarins, skulu ávallt leiddir í bandi, nægilega traustu, og skal gæsla höfð á.  Það er með öllu bannað að binda nautgrip í tagl á hesti ..” Þar sem margir koma saman og þurfa að fá afgreiðslu í borginni svo sem við miðasölur kvikmyndahúsa, kemur vel í ljós, hve illa menn eru heima í efni þess ágæta og fróðlega bækklings lögreglusamþykkar Reykjavíkur. Allt gengi þetta betur og skipulegar fyrir sig, ef borgarbúar kynnu réttu aðferðina. Ákvæðið um biðraðamenninguna er svohljóðandi;Þar sem almenningur kemur saman, skal fólk raða sér þannig, að þeim sem fyrst koma, fái fyrstir afgreiðslu :::”

    Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.2.2009 kl. 12:39

    —   —   —

    Þessi lögreglusamþykkt hlýtur nú að vera úrelt, en skemmtileg er hún 

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 13:02

    —   —   —

     

    Viltu ekki bara stofna Anarkíflokkinn? 

    Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.2.2009 kl. 13:35

    —   —   —

    Anarkistar vinna ekki eftir flokkakerfi.

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 14:04

    —   —   —

    Lögreglan er að vernda hans „Hátign“, heilagasta maður  norðurskautsins og svar okkar heimshluta við menn sem ég helst ekki vill nefna á nafn.

    Heidi Strand, 11.2.2009 kl. 14:14

    —   —   —

    Eva, ég held ég hafi minni áhyggjur af lögreglunni en þú. Alltént þessa dagana. Ég hef miklu meiri áhyggjur af mannfæðinni við Seðlabankann. Hvar er þjóðin? hvar eru Íslendingar? Ef þetta heldur áfram svona, með svona fáum hræðum að berja saman pottlok og knýja trumpur þá tröllhöfðast Davíð til að sitja í stól sínum þar til honum dettur sjálfum í hug að fara. Og þá vita svona þvergirðingskarlar Sjálfstæðisflokksins hvað þeir geta gert ef þeim líkar ekki ráðagerðir þeirra flokka sem ráða…

    En hvernig hefur þetta sem sagt verið. Mánudagsmorguninn voru sæmilega margir mættir. Þriðjudagsmorguninn dró Bubbi að bankanum, en það voru fáir mættir til að sýna þrautsegju. Í morgun voru afspyrnu fáir, og ekki mætti Bubbi sem sagðist þó í gær að hann ætlaði að mæta á hverjum degi þar til Davíð færi?? Hörður Torfa var mættur, einsog alltaf, og þau fáu andlit sem maður er farinn að kannast við.

    Er landinn að gefast upp frammi fyrir Davíð og valdi hans? erum við algjörir aumingjar. Nei, þetta gengur ekki.

    Þjóð, stattu upp og sýndu dug.

    Ég mæti í fyrramálið einsog alltaf. En þið? Og hafið með ykkur búsáhöld, nú verðum við að kokka upp hávaða….

    Beggi (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 14:21

    —   —   —

    Sammála þér Heidi

    Guðrún Indriðadóttir, 11.2.2009 kl. 14:21

    —   —   —

    Já, auðvitað vantar fleira fólk. Kuldinn fælir frá en svo eru líka áreiðanlega margir sem treysta þvá bara að þar sem málið er ‘í farvegi’ sé björninn unninn. Því trúi ég ekki. Ég held að við þurfum að halda áfram að beita þrýstingi.

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 15:13

    —   —   —

    Ég myndi mæta ef ég sæti ekki yfir veiku barni þessa dagana. Sendi hlýjar hugsanir til þeirra sem mæta og standa vaktina.

    Vilma Kristín , 11.2.2009 kl. 15:19

    —   —   —

    Ég er sammála því Kreppukall, það væri betra að hafa vakt þarna allan daginn. En sjáðu til, þú segir sjálfur að þú ætlir að koma ef einhver annar verður þarna. Það er einmitt þarna sem vandinn liggur. Fólk vill ekki koma nema sé góð mæting og þessvegna er ekki nógu góð mæting. Við þurfum ekki að hafa stóran hóp til að halda uppi kröfum, það eina sem stendur í vegi fyrir því að þú mótmælir einn eru þin eigin viðhorf.

    Eva Hauksdóttir, 11.2.2009 kl. 15:24

    —   —   —

    Oft var þörf, en nú er nauðsyn.  Ég er svo stolt af þessu fólki sem starfar saman og sýnir“ stjórnarliði og öðrum aumingjum“ þessa lands,  það finnst fólk sem sættir sig ekki við liðna tíð og vill ekki þessa óstjórn.  Hvað  þið  eruð dugleg í þessum kulda, og látið ekki deigan síga þótt lögreglan dreifi einhverjum blöðum um hinar og þessar reglur sem aldrei neinn hefur heyrt talað um ekki einu sinni þeir sjálfir.

    J.þ.A (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:08

Lokað er á athugasemdir.