Mér finnst út af fyrir sig virðingarvert að menn viðurkenni nauðsyn þess að skapa grundvöll fyrir trausti og friði um bankana. Finnst það samt ekki svo æðislegt að sé ástæða til að ganga á eftir þeim.
![]() |
Standa við afsagnir sínar |
Mér finnst út af fyrir sig virðingarvert að menn viðurkenni nauðsyn þess að skapa grundvöll fyrir trausti og friði um bankana. Finnst það samt ekki svo æðislegt að sé ástæða til að ganga á eftir þeim.
![]() |
Standa við afsagnir sínar |
![]() |
Lýsir miklum vonbrigðum |
Í dag fór ég í bankann og bað um 280 milljarða lán. Ég fékk það ekki. Líklega þarf ég að tala við umboðsmann viðskiptavina en hann á væntanlega að sjá til þess að allir sitji við sama borð.
![]() |
Verklagsreglur aðgengilegar á vef Kaupþings |
Ætli umboðsmaður viðskiptavina geti reddað mér 280 milljarða láni? Til að gæta þeirrar sanngirni að allir viðskiptavinir fái jafn góða þjónustu?
Ég vona að fólk kaupi ekki þessa ímyndaruppálöppun. Bankinn hefur engan áhuga á velferð viðskiptavina nema rétt á meðan hann getur grætt á okkur. Eina rökrétta svarið við skíthælshætti bankanna er að hætta að borga. Þá hrynur kerfið og við getum hafist handa við að byggja nýjan grunn fyrir nýtt samfélag.
![]() |
Kaupþing ræður umboðsmann viðskiptavina |
Tryggvi Jóns fór daginn eftir kröftug mótmæli og nú eru Elín og Birna að fara líka. Segið svo að mótmæli grímuklæddra aðgerðasinna hafi ekki áhrif.
![]() |
Bankastjórastöður auglýstar |
![]() |
Elín borin út úr bankanum |
Ég sé að búið er að stofna hóp til að leggja áherslu á heiðarleik hins almenna bankastarfsmanns.
Ég bara spyr, hefur verið í gangi einhver umræða um að almennir starfsmenn bankanna beri ábyrgð á hruninu eða eigi hlut að spillingunni sem viðgengst í bankakerfinu? Ef svo er þá hefur sú umræða farið algerlega fram hjá mér.
Umræður hér