Líkami minn er gáfaðri en ég

Líkami minn er gáfaðri en ég sjálf. Hann virðist allavega ætla að standa sig prýðilega í því að hafa vit fyrir mér hvað varðar val á félagsskap. Fyrst hafnar hann Manninum sem drakk ekki konuna sína frá sér heldur reið hana frá sér á fylliríi (væntanlega á þeirri forsendu að hann sé líklegri til að sýkja mig af þunglyndi en að gera mig að þjóðskáldi, þetta tvennt þarf víst ekki endilega að fara saman) og nú er hann búinn að ákveða að einn liður í viðleitni minni til að verða fallegt lík sé sá að hætta algerlega að umgangast reykingafólk. Ég get a.m.k. ekki túlkað skilaboð hans á annan veg.

Ég veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta gerræði. Vildi gjarnan geta hitt annað fólk af og til án þess að hósta gengdarlaust og engjast í andnauð næstu nótt. Greind er stórlega vanmetið fyrirbæri og spurning hvort ég eigi ekki að reyna að verða mér úti um heimskari líkama.

Ryk

Sameignarryksugan er biluð og stigagangurinn orðinn -úff. Sjálf á ég enga ryksugu, bara drullusokk og hann gerir jöskuðum gólfmottum ekkert gagn. Þótt ryksuguskortsdrama mitt sé einmitt öfugt við ryksugudrama Langa Sleða finn ég til djúprar samkenndar með honum þessa dagana. Ég held nefnilega að ryksogsleysi lífs míns sé í raun táknrænt jin sem fellur nákvæmlega að hinu ryksogna jangi í lífi Sleðans. Ég er búin að biðja hann að giftast mér en hann vill það ekki. Ég skildi rökin ekki alveg en þau tengjast held ég Íslendingabók. Halda áfram að lesa

Í fréttum er þetta helst

Í fréttum er þetta helst:

Tölvan mín er veik. Með einhvern ógeðsvírus og þar sem tölvulæknirinn minn hefur, sökum félagslegara aðstæðna, takmarkað leyfi til fjarveru frá heimili sínu hef ég setið uppi með sjúklinginn alls ónothæfan síðan á mánudagskvöld.

Síðustu helgi smíðaði ég 40 vatnsnema og setti í eina þvottavél. Afleiðingarnar eru ástand. Næstu helgi verð ég á Nesjavöllum. Spurning hvort ég eigi ekki bara að panta Heiðar og co strax? Halda áfram að lesa

Búrið

Elskan mín og Ljúflingur

Allt sem þú vilt geturðu fengið, spurningin er bara þessi eilífa; hvað má það kosta? Líklega verður þetta lögmál rauði þráðurinn í ævisögu minni þegar upp er staðið.

Það er fyrst núna sem hugmyndin um að eitthvað kunni að breytast, (aðstæðurnar eða viðhorf hans eða að ég sjálf sjái skyndilega hlutina í allt öðru ljósi) vekur mér engar væntingar. Ég er komin yfir sorgina og tilbúin til að halda áfram. Kannski veit maður aldrei almennilega hversu háu verði maður er reiðubúinn að greiða hamingju sína en ég veit allavega hvað ég vil ekki. Halda áfram að lesa

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa

Deit

Ég veit eiginlega ekki af hverju ég var svona stressuð en ég var komin með munnþurrk um 5 leytið og farin að skjálfa í hnjánum kl 6. Ekki var það djúpstæður höfnunarkvíði eða óviðráðnleg eftirvænting. Frekar eins og frammistöðukvíði. Þetta stress var einkum flippað fyrir það að ég hafði reiknað með því að hann vildi ekkert við mig tala en svo þegar ég fékk það sem ég vildi -og allt á tárhreinu, fannst mér einhvernveginn eins og ég væri til sýnis fyrir hann en ekki hann fyrir mig. Halda áfram að lesa