Gullnar bókmenntir

Einu sinni hélt ég að til þess að rithöfundur gæti lifað af því að skrifa (eitthvað annað en fréttir), þyrftu verk hans að vera inni á metsölulistum mánuðum saman, vera þýdd á fleiri tungumál, vinna til verðlauna og helst þyrfti hann að vera á listamannalaunum líka.

Samkvæmt þessum fréttum er vel hægt að lifa af því að skrifa eitthvað sem fáir nenna að lesa.

Það gleður mig samt ekkert sérstaklega.

Grænblár

Ég hef ekki fengist við ljóðaþýðingar fyrr og var eiginlega að hugsa um að gefa verkið frá mér. Það er svo gott á ensku. Merkingin svo margræð og ég var alveg viss um að mér yfirsæist eitthvað. Búin að skoða margar túlkanir á netinu en vissi að eitthvað vantaði. Stundum er engu líkara en lausnin komi að ofan þótt ég efist um að guðdómurinn standi fyrir því sem kom fyrir mig í þetta sinn. Halda áfram að lesa

Þýðandinn

Karl Guðmundsson, maður sem hefur þýtt ekki ómerkara skáld en Seamus Heaney, líkir mér við Þorstein Erlingsson. Ég vissi að hann hefði álit á mér því hann hefur hringt í mig hvað eftir annað og spurt hvort bókin mín sé ekki að koma í búðir. Ég er farin að örvænta um að hún komi nokkuð fyrir jól því sendingin lenti á einhverju flakki á leiðinni frá Ameríku. Halda áfram að lesa

Hugleiðing handa tannkremssala

Tannkremssalinn er búinn að fræða mig heilmikið um það hvernig maður eigi að láta drauma sína rætast. Er með allt um markmiðssetningu og jákvæða mötun undirmeðvitundarinnar á hreinu.
-Og ert þú að gera það sem þú ætlaðir þér alltaf? spurði ég.
Hann sagðist vera að stefna að því. Og á sér svo stóra drauma að hann segir ekki einu sinni frá þeim.
-Af því að ég ætla ekkert að láta annað fólk segja mér hvað ég get og hvað ekki, sagði hann. Halda áfram að lesa