Spörfuglasöngvar

Og kannski er það kaldhæðnislegasta af öllu að samband okkar hófst með því að ég hvæsti á þig þegar þú falaðist eftir textum. Þú máttir auðvitað nota þá sem ég átti fyrir en ég vildi sjá eitthvað sem benti til þess að þér væri alvara áður en ég færi að leggja vinnu í texta fyrir þig.

Auðvitað fór það á annan veg og nú sit ég uppi með helling af textum sem falla ekki að neinum lögum nema þínum og veit að þú munt aldrei koma þeim á framfæri.

 

Böl og kvöl að finna viðeigandi endi

Það versta við sápuóperur er að þær hafa alderi neinn rökréttan endi. Sápuóperan mín Böl og kvöl í Byljabæ er að verða hæf til uppsetningar. Ég byrjaði á henni í djóki en sá fljótt að hún gæti orðið virklega góð svo ég tímdi ekki að setja hana á vefinn (frumuppköstin að fyrstu þáttunum eru að vísu ennþá á reykvísku sápunni). Halda áfram að lesa

Leikskáldið byrjað á nýju verki

Leikskáldið byrjað á nýju verki og vill fá mig í söngtextana. Síðasta stykki er ennþá í skoðun, mikinn óratíma tekur alltaf að skoða hlutina. Umrætt leikskáld er aukinheldur stigið á svið og leikur á móti manninum sem átti ekki tíkall. Jahérna hvað heimurinn er lítill. Segist sjálfur gera margt betur en að leika en ég trúi því varla að maður með aðra eins frásagnargáfu sé nokkuð minna er ágætur á sviði.

Inn að kviku

Ég ólst upp við stöðuga flutninga og er rótlaus eftir því. Ég hef ekki haldið sambandi við neina bernskuvini og ekki kynntist í raun engum í Flensborgarskóla. Var bara með kærastanum og vingaðist jú við vini hans. Ég var um tvítugt þegar ég hitti Kela fyrst en kynntist honum ekki almennilega fyrr en árið 1991. Við urðum perluvinir og hann er sá vina minna sem ég hef þekkt lengst. Lengst af höfum við búið í sitthvorum landshlutanum en nú búum við bæði í Reykjavík og höfum hist nokkuð oft síðasta árið. Halda áfram að lesa

Matrix

Nú er ég búin að gera 6 tilraunir til að horfa á Matrix og mér finnst hún ennþá leiðinleg. Ég kemst dálítið lengra í hvert sinn, áður en ég sofna en ég er enn ekki búin að sjá endinn. Þessi mynd ætti að vekja áhuga minn en hún gerir það ekki. Kannski vegna þess að ég trúi því ekki að tilbúin persóna komist út úr blekkingunni og inn í raunveruleikann. Halda áfram að lesa