Ég hugsa til þorpsins
og minnist gamalla húsa
sem húktu hvert fyrir sig
svo tóm
niðri í fjörunni.
Og berfættra daga
með sand milli tánna
þegar glettnar smáöldur kysstu
blaut spor í sandinum.
Og ég hugsa til þín
og minnist
bláleitra ágústkvölda
sem veltust hlæjandi í grasinu
og hlupu svo burt
út í heiminn
og báru okkur burt
frá berfættum dögum
og bláleitum kvöldum
og hikandi fyrstu kossum
í handsmáu rökkrinu.