Snjókorn

Meðal snjókornanna stendur snáðinn
eins og mynd í bók.
Hann teygir hendurnar upp í loftið
og reynir að grípa þau.

Og þegar ævintýrið endar
og snáðinn spyr
„Ka´r etta?“
Þá hef ég ekki brjóst í mér
til að segja honum
að fallegu snjókornin hans
séu aðeins
vatnsmólikúl sem náð hafa storknunarmarki.

Share to Facebook