Ég var tæpra 15 ára þegar ég skrifaði þetta ljóð. Líklega er þetta elsta órímaða ljóðið mitt sem ég hef ekki hent.
Sumarnótt.
Hvítt fiðrildi
situr á svartri rúðunni.
Ljóskerið í garðinum
varpar daufum bjarma
á kirsiberjatréð
og kastaníurnar.
Ilmur nýrra heimkynna
á sumarnótt
og þögnin hvíslar;
ég er ástfangin
af hvítu fiðrildi.