-Þú mátt það ekki, sagði kóngurinn.
-Nei, það máttu ekki, át drottningin upp eftir honum.
-Það er hættulegt fyrir ungar prinsessur, sagði kóngurinn
-Já, það er nefnilega stórhættulegt, sagði drottningin.
En mærin kærði sig kollótta og gerði það samt. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Sögur
Einnar kenndar fjarlægð
-Eru einmana? spurði hún, þótt væri í sjálfu sér óþarfi að spyrja mann sem situr einn að svalli heima hjá sér að því. Og þar sem er eitthvað ofurlítið skárra að hafa það skítt saman en í sitt hvoru lagi, bauð hann henni yfir í bjór og spjall. Halda áfram að lesa
Bjargvætturinn í hárinu
Ástæðan fyrir því að hún klippti af sér hárið var auðvitað sú að með því móti gat hún bundið fléttu við svalahandriðið og sigið niður af sjálfsdáðum, þegar og ef henni svo þóknaðist. Hana vantaði ekki bjargvætti, heldur penna til að leysa þessa japönsku talnaþraut og prinsinn leit hreint ekki út fyrir að hafa nokkurntíma heyrt um slíkt verkfæri getið. Auk þess fannst henni ekki kúlt að hafa sverðsveiflandi apakött hangandi í hárinu. Halda áfram að lesa
Saga handa prinsessunni sem er með hinn fullkoma kjól á heilanum
Einu sinni var prinsessa. Hún var galin. Hún var með kjóla á heilanum og stór hluti dagsins fór í að skoða kjóla, máta kjóla, afskrifa kjóla sem henni líkuðu ekki, reyna að þröngva kjólum sem hún var hrifin af en pössuðu henni ekki upp á systur sínar og reyna að fá saumakonu hirðarinnar til að breyta kjólum þannig að þeir féllu henni betur í geð. Og það var ekki nóg með að hún væri með kjóla á heilanum, hún hafði líka svo hörmulegan smekk og hún gerði sér m.a.s. grein fyrir því sjálf og klæddist þessvegna sjaldan því sem hún helst hefði viljað þótt hún gæti auðveldlega fengið allt sem hún benti á. Halda áfram að lesa
Saga handa manninum sem veit ekki í hvorn fótinn hann á að stíga
Einu sinni var maður sem vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. Hann kunni ekki að ganga, steig bara í hægri fót og vinstri til skiptis. Þannig hafði hann komið sér upp þægilegri rugghreyfingu sem var svo sefandi að enda þótt hann gæti ekki gengið, var hann eiginlega ekkert sorgmæddur. Halda áfram að lesa