Greinasafn fyrir flokkinn: Þýðingar
Lenti í Bellman
Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun. Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég elska þar til ég fer að reyna að þýða hann, þá hata ég hann í smástund. Elska hann svo aftur.
Hér fyrir neðan er þýðing mín á Glimmande nymf. Neðst í færslunni er lagið í flutningi hins stórkostlega Freds Åkerström.
Girl From North Country – Dylan
Ó systir – Dylan
https://www.youtube.com/watch?v=YiOnyZ5UClQ
Amaryllis eftir Bellman
Þýðing á Amaryllis eftir Bellman, aka 31. söngur Fredmans. Líka eiítil staðfærsla, því Neptúnus frændi Ægis býr ekki hér og við Ísland eru engar sírenur en hér eru langvíur og selir. Ég læt upprunalega kvæðið fljóta með til samanburðar.