Lenti í Bellman

Ef á annað borð er hægt að hugsa sér fánýtari dægradvöl en ljóðagerð, þá eru ljóðaþýðingar það fyrsta sem mér kemur í hug. Og að velja í þokkabót meira en 200 ára gamlan kveðskap við tónlist sem fáir geta sungið, það er náttúrulega bilun.  Á hinn bóginn er skynsemi ofmetin. Og Bellman yndi. Sem ég elska þar til ég fer að reyna að þýða hann, þá hata ég hann í smástund. Elska hann svo aftur.

Hér fyrir neðan er þýðing mín á Glimmande nymf. Neðst í færslunni er lagið í flutningi hins stórkostlega Freds Åkerström.

Litfríða mær, leiftrandi auga
þitt lofnarblóm grær, við tírunnar bauga.
Þar, bak við sparlök blá
sem bólstraskýin há
er breidd þín hvíta rekkjuvoð.
Brátt skal blóta svefnsins goð.

Hurðin er læst, hangir á nagla
hárkolla glæst, með fléttuðu tagli.
Nátthúfan fast er hnýtt
hún felur hárið sítt.
Og út er brunnið kertið hvítt.
Sofna vært við sönglag þýtt.

Miðóttan blá. Bíbí og blaka,
bókfinkan smá, hætt er að kvaka.
Sólin er hnigin,
hnaukar upp skýin.
Þagnar foldin; friðarstund.
Freyju vil ég halda á fund.

LouisMarinBonnetWithoutFrame11

Öskrandi gnýr, úrhelli og þundur
eldingin sker hvolfið í sundur.
En purpura hjúpuð
í himnanna djúpi,
er ljósbraut gylltu og grænu rennd.
Jörð var ár af Jöfri kennd.

Sofna þú dís, við draumanna gígju.
Dýrðleg uns rís, sólin að nýju.
Og hálsinn þú reigir
og hendurnar teygir
að vatnskrús minni og vinarhönd.
Vígð eru okkar ástarbönd.

Dauða ertu nær! Drottinn, hún bærist;
í dauðanum tær lífsorkan hrærist.
Vart bifast hjartað hljótt,
samt blundar augað rótt.
Gígjan þagnar, góða nótt!
Gígjan þegir, góða nótt!

 

Og hér er upprunalega kvæðið:

Glimmande Nymph! blixtrande öga!
Sväfvande Hamn på bolstrarna höga!
Menlösa styrka! Kom, kom nu at dyrka
Vid et smalt och utsläckt ljus,
Sömnens Gud, vår Morpheus

Luckan ren stängd, Porten tilsluten
Natthufvan ren din hjässa kringknuten
Ren Norströms Pisk-peruk
Den hänger på sin spik
Sof, somna in vid min Musik.

Bofinken nyss, nyss, Caisa Lisa
Slumrande slöt sin qvittrande visa;
Solen nyss slocknat, Och Fästet har tjocknat,
Enslighetens tystnad rår;
Jag til Fröjas dyrkan går

Regnet nedöst i bullrande låga
Hvälfver i skyn sin brandgula båga
Som randas lugnt och skönt
Af purpur guld och grönt
Sen jorden Jofurs åska rönt.

Somna min Nymph! dröm om min Lyra
Til dess vår Sol går opp klockan fyra
Och du dig sträcker
Och armarna räcker
Til min kanna och min famn
Eldad af mit blod och namn.

Caisa du dör, Himmel! hon andas;
Döden ger lif och kärlek bortblandas
Men fast din puls slår matt
Så blundar ögat gladt
Håll med Fioln; god natt! god natt!

Glimmande nymf hefst á mínútu 05:54