Ó systir – Dylan

https://www.youtube.com/watch?v=YiOnyZ5UClQ

Ó systir er ég flý í fangið á þér
og mér í fjarlægð burt þú heldur
í gegnum framandleikann Faðir vor sér
þann skaða er fálæti þitt veldur.

Ó systir stattu um okkar vináttu vörð
ég er þess virði að hugga og skilja.
Og eitt er takmark okkar tilveru á jörð
að lifa í takt við Drottins vilja.

#Hönd í hönd við gengum veg hins glataða manns.
Loks við erum hólpin fyrir hjálpræði Hans.#

Ó systir, bróðir þinn er bankar hjá þér
þá snúð’ei í baki í hann, hokinn.
Þótt úthaf tímans virðist endalaust ber
hvert fley að eyðiströnd í lokin.

Share to Facebook