Það streymir.
Það flæðir.
-Eitt óp.
Og svo er því lokið
með rennilásshljóði.
Ég ligg hér
svo brothætt,
svo tóm
eins og skel í fjöru
og hlusta
á fótmál þitt hljóðna.
Og óveruleikinn
með deginum inn í mig smýgur
þótt ilmur þinn
loði ennþá við sængina mína,
og samt eru vorhljóð
í rigningu fuglarnir syngja
og veröldin lyktar af ösp.
Það er vor.
-Það er ljósgrænt.
Sett í skúffuna í apríl 1983