Jón Hallur Stefánsson samdi lag við þetta kvæði vorið 2010. Diskurinn er enn ekki kominn út. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Rímuð kvæði
Í orðastað frú Gamban
Út í heiminn hófst þín ferð frá húsadyrum.
Fróða Bagga fylgdir sporum
faldir þig í klettaskorum
þegar orkar urðu á þínum vegi.
Og eins þótt lítill fugl á laufgum teigi
ljóð sín kvaki beint frá huga þínum
og allt hið besta af þér jafnan segi
vanda hvern ég veit hjá drengnum mínum.
Og þótt þín sál í söngvum trjánna hljómi
sakna ég þín á hverjum degi, Sómi.
sett í skúffu sumarið 2003
Hvatvísur
Þú kalla mátt það hvatvísi að hafa
kjark til þess að standa eða falla
en heigulshátt ég helberan það kalla
að hjakka í gömlu fari af tómum vafa.
Það hefur enginn á þig ljótu logið
og líf þitt hefur flotið hjá í draumi
en ég hef alltaf staðið móti straumi,
stokkið fram af brún og oftast flogið.
Þótt kunni ég ekki forráð mínum fæti
og fyrirhyggju mest í hófi brúki,
og þótt úr einu verki í annað rjúki
með árangri ég fyrir ganið bæti.
Það verður sjaldan varanlegur skaði
þótt vanhugsaða ákvörðun ég taki.
Og brenni ég mér allar brýr að baki
ég byggi aðrar traustari með hraði.
Bónorðsbréf
Lánsamlegt er að ljúka dotorsprófi
lipur og fín er vörn þín vinur góður
menningarviti og Morkinfræðasjóður
mælskur en beitir þófi í besta hófi.
Þér vil ég klappa tífalt lof í lófa
legg ég svo á að happ þig elti og hróður
aukist með ári hverju og andans móður
að endingu ber þér spurn úr hófi grófa;
hvort mærin ljúf þín bíði, björt og hrein
blíðlynd trutildúfa, dáfríð píka
engill með húfu, siðprúð auðnarhlín?
Og verði ég þrjá um fertugt ennþá ein
(ætla ég þá þú sért að pipra líka)
hvort Morkinskinna má ég verða þín?
Internet
Ef mig þjakar angurs húm
og einsemd fyllir mitt tómarúm
þinn leikur huggar ljúft og blítt
því allt er nú sem orðið nýtt.
Ef þreyttur og fúll þú þarfnast mín
þegar í stað ég kem til þín
um internetsins órætt land
yfir kaldan eyðisand.