Bónorðsbréf

Lánsamlegt er að ljúka dotorsprófi
lipur og fín er vörn þín vinur góður
menningarviti og Morkinfræðasjóður
mælskur en beitir þófi í besta hófi.

Þér vil ég klappa tífalt lof í lófa
legg ég svo á að happ þig elti og hróður
aukist með ári hverju og andans móður
að endingu ber þér spurn úr hófi grófa;

hvort mærin ljúf þín bíði, björt og hrein
blíðlynd trutildúfa, dáfríð píka
engill með húfu, siðprúð auðnarhlín?

Og verði ég þrjá um fertugt ennþá ein
(ætla ég þá þú sért að pipra líka)
hvort Morkinskinna má ég verða þín?

Share to Facebook