Í orðastað frú Gamban

Út í heiminn hófst þín ferð frá húsadyrum.
Fróða Bagga fylgdir sporum
faldir þig í klettaskorum
þegar orkar urðu á þínum vegi.

Og eins þótt lítill fugl á laufgum teigi
ljóð sín kvaki beint frá huga þínum
og allt hið besta af þér jafnan segi
vanda hvern ég veit hjá drengnum mínum.

Og þótt þín sál í söngvum trjánna hljómi
sakna ég þín á hverjum degi, Sómi.

sett í skúffu sumarið 2003

 

Share to Facebook