Í minningunni
eins og hlý, gömul peysa.
Dálítið trosnuð á ermunum
og löngu úr tísku.
Þó svo hlý, svo mjúk
á köldum vetrarmorgni.
Svo var mér vinátta þín.
Sett í skúffuna í ágúst 1985
Í minningunni
eins og hlý, gömul peysa.
Dálítið trosnuð á ermunum
og löngu úr tísku.
Þó svo hlý, svo mjúk
á köldum vetrarmorgni.
Svo var mér vinátta þín.
Sett í skúffuna í ágúst 1985
Dánir.
Að eilífu.
Runnir í tómið
dagarnir,
þegar allt mitt var þitt
og hugsanir þínar
-titrandi
bak við augnlokin.
Sett í skúffuna í júlí 1985
Hjarta mitt,
titrandi blekdropi
á oddi pennans.
Ljóð,
nema hönd mín skjálfi.
Klessa
ef þú lítur í átt til mín.
Nei. Bara klessa.
Jafnvel þótt þú lítir aldrei
í átt til mín
nema einu sinni
til að teygja þig í öskubakka.
Ljóð mitt,
sígarettureykur,
líður þér um varir,
leysist upp.
Þú varst blekklessa,
þú varst reykjamökkur
á Mokka.
Meðal snjókornanna stendur snáðinn
eins og mynd í bók.
Hann teygir hendurnar upp í loftið
og reynir að grípa þau.
Og þegar ævintýrið endar
og snáðinn spyr
„Ka´r etta?“
Þá hef ég ekki brjóst í mér
til að segja honum
að fallegu snjókornin hans
séu aðeins
vatnsmólikúl sem náð hafa storknunarmarki.