Myndin af Jóni barnakennara

Dyrabjallan! Ég rýk undan sturtunni og hendist til dyra sveipuð stóru baðhandklæði. Það er amma. “Ég kom nú bara til að óska þér til hamingju elskan” segir hún, kyssir mig á kinnina og réttir lítinn kassa í gjafabréfi. Ég fylgi henni inn í stofu, ennþá með handklæðið vafið utan um mig og vatn lekandi úr hárinu.

Halda áfram að lesa

Föstudagskvöldið þegar Ingó fór í fýlu

Það er þannig með sumt fólk að það er einfaldlega fyndið. Millý var þannig. Allt sem hún sagði varð einhvernveginn fyndið og ekki nóg með það heldur fannst henni líka allt sem við hin sögðum vera fyndið. Hún hló mikið. Og svo var hún sæt líka. Allt sem hún gerði var annað hvort fyndið, sexý eða sætt. Halda áfram að lesa

Ljóð handa birkihríslum

Síðustu nótt ársins lá hrímþokan yfir Fellunum og kyssti litla birkihríslu ísnálum. „Öll ertu fögur vina“ hugsaði hríslan og speglaði sig í Fljótinu þegar morgunbirtan sindraði á hvítan kjólinn. Síðasta dag ársins varð litlu birkihríslunni kalt og hún fagnaði sólinni sem loksins skreið undan skýi sínu og bræddi héluna af greinum hennar. Á nýársnótt stóð hún nakin frammi fyrir Fljótinu. Henni fannst hún ekki lengur falleg en ekki hrjáði hana kuldinn. Gert er ráð fyrir áframhaldandi hlýindum svo gættu þín sól, litlar birkihríslur ættu ekki að bruma á vetrum.

Ástarvísur

Þér í örmum finn ég frið
fýsn þótt vekir mína.
Mér er ljúft að leika við
leyndarstaði þína.

Hárið rauða heillar mig
hálfu meir þótt kvekki
óttinn við að elska þig
ef þú vilt mig ekki.

Þegar haustar það ég skil
þig ég hlýt að missa.
Fram að því ég fegin vil
freknur þínar kyssa.