Ástarvísur

Þér í örmum finn ég frið
fýsn þótt vekir mína.
Mér er ljúft að leika við
leyndarstaði þína.

Hárið rauða heillar mig
hálfu meir þótt kvekki
óttinn við að elska þig
ef þú vilt mig ekki.

Þegar haustar það ég skil
þig ég hlýt að missa.
Fram að því ég fegin vil
freknur þínar kyssa.

 

Share to Facebook