Leiðbeiningar fyrir öryrkja

kvittun

Þingmenn allra flokka hafa farið þess á leit við félagsmálaráðherra að gefinn verði út leiðbeiningabæklingur fyrir öryrkja um réttindi þeirra og hvert þeir eigi að snúa sér til að sækja þann rétt. Þetta þykja mér góðar fréttir enda er örugglega þörf á slíkum bæklingi. Útlendingar á Íslandi þurfa líka á leiðarvísi að halda, kannski verða þeir næstir. Halda áfram að lesa

Þessvegna eru þetta trúnaðargögn, Sigurjón

sigurjónSigurjón Kjærnested var einn þeirra sem tóku til máls í umræðum um lekamálið í þinginu í dag. Sigurjón fullyrðir að ekkert hafi komið fram sem bendi til þess að gögnin hafi komið frá innanríkisráðuneytinu. Þetta er ekki rétt hjá Sigurjóni. Þvert á móti bendir ALLT til þess að gögnin komið þaðan. Halda áfram að lesa

Eins og hýenan rennur á blóðslóð

Rétt eins og hýenan rennur á blóðslóð, ráðast vinstri sósíalistar af hörku gegn öllum þeim sem andmæla hinni „réttu skoðun“.

Þannig kemst Brynjar Níelsson að orði í grein sinni „Nýjar vígstöðvar sósíalismans“  þegar hann lýsir  viðbrögðum umhverfissinna við þeirri skoðun forsætisráðherra að fjöldi umsagna frá náttúruverndarfólki ætti ekki að hafa áhrif á ákvarðanir um stórkostleg náttúruspjöll. Halda áfram að lesa

Ætlar Brynjar Níelsson að fá sér alvöru vinnu?

Nýverið sagði Brynjar Níelsson í útvarpsviðtali á Harmageddon að hinar skapandi greinar dældu peningum úr ríkissjóði. Það er ekki alveg rétt. Eins og spyrillinn benti honum á er hægt að reikna það út og niðurstaðan er sú að skapandi greinar velta jafn miklu og álframleiðsla. Nokkrum dögum síðar bárust svo fréttir af því að gestir Eve Fanfest hefðu skilið 400 milljónir eftir í landinu. Einn atburður sannar auðvitað ekkert en þessi skýrsla gefur vísbendingu um að Brynjar ætti að endurskoða þá hugmynd sína að skapandi greinar séu afæta á ríkissjóði. Halda áfram að lesa

Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar

Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í þessum málum auk þess sem hann fullyrðir: Halda áfram að lesa

Hið augljósa samhengi

Í hugum margra nútímamanna voru galdramál miðalda skýrt dæmi um grimmdarlega skoðanakúgun á grundvelli hjátrúar og ofstæki.  Frá seinni hluta 15. aldar og fram á 18. öld voru tugir þúsunda dæmdir til dauða og líflátnir vegna samskipta sinna við Djöfulinn. Konur voru í yfirgnæfandi meirihluta en einnig voru dæmi um karla og börn sem hlutu þessi örlög. Í fyrstu var galdrafólkið brennt lifandi en síðar voru teknar upp mannúðlegri aðferðir, svo sem henging eða eiturgjöf, að loknum pyntingum að sjálfsögðu, og líkin svo brennd. Ísland hefur að þessu leyti sérstöðu, 20 karlar voru brenndir fyrir galdur en aðeins ein kona. Halda áfram að lesa

Íslenskir sundlaugagestir orðnir allt of margir

Einu sinni ók ég gullna hringinn í von um að sjá Gullfoss og Geysi. Það urðu mikil vonbrigði. Á báðum stöðum var allt troðfullt af einhverjum útlendingum sem tróðust fram fyrir mig svo ég sá ekki neitt. Loksins lyfti maðurinn minn mér upp svo ég sá smávegis en þar sem tugir annarra augna voru glápandi á fossinn, fékk ég ekki nema lítinn hluta af upplifuninni í minn hlut. Halda áfram að lesa

Framtak Össurar og súru berin hans Bússa

Enginn íslenskur ráðherra hefur tekið jafn afdráttarlausa afstöðu með mannréttindum og Össur Skarphéðinsson. Ef þingmenn Hreyfingarinnar eru frátaldir, hefur sennilega enginn þingmaður Íslandssögunnar staðið sig jafn vel í mannréttindamálum og hann. Tilvitnun hans í Reagan á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna var flott útspil og varla hægt að hugsa sér beittari niðurlægingu fyrir Netanyahu en að vera settur á bás með gömlu Sovétríkjunum, og því áhrifameira að það skuli gert með orðum fyrrum Bandaríkjaforseta. Líkingin liggur þó í augum uppi því Berlínarmúrinn var í hugum minnar kynslóðar tákn aðskilnaðar og kúgunar og var hann þó töluvert minni en aðskilnaðarmúr Ísraelsmanna. Halda áfram að lesa