Af þagnarskyldu og fleiru

Það ætlar víst að ganga eitthvað treglega að fá á hreint í hverju misskilningur minn liggur.

Á DV hafa farið fram umræður um fyrri bloggfærslu mína í dag og þar hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um þagnarskyldu presta og upplýsingaskyldu, margar byggðar á misskilningi eða bara vanhugsun. Hér er samantekt fyrir þá sem ekki nenna að lesa í gegnum allan þráðinn. Fyrst hugmyndir lesenda sem telja líkræðu Baldurs viðeigandi og svo útskýringar mínar. Halda áfram að lesa

Ég misskildi séra Baldur

Í fyrri færslum mínum gagnrýndi ég það frumhlaup Séra Baldurs Kristjánssonar að greina opinberlega frá viðkvæmu máli án samráðs við þolanda, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu. Ég sé ekki betur en að þessi vinnubrögð séu brot á þagnarskyldu. Ég tek fram að ég gagnrýni ekki þá ákvörðun prestsins að tilkynna málið til yfirvalda enda þótt það sé fyrnt og hverfandi líkur á að það leiði til þess að upp komist um gerandann. Þvert á móti held ég að það sé gott að sem mestar upplýsingar um mál af þessu tagi séu til í kerfinu. Það sem mér finnst athugavert er það að hann skuli fjalla um málið opinberlega, með persónuupplýsingum sem benda á þolandann. Halda áfram að lesa

Facebook getur EKKI selt eða gefið myndirnar þínar

  • Myndin er stolin
  • Nei elskan. Facebook mun ekki öðlast útgáfurétt á fjölskyldumyndunum þínum ámorgun. Andlitið á þér verður ekki notað í auglýsingu fyrir bandarískt símafyrirtæki án samráðs við þig og facebook mun ekki selja einhverjum myndirnar af krökkunum þínum, sem mun svo selja þær áfram til einhvers sem selur þær barnaklámhring. Halda áfram að lesa

Hvað er átt við með forvirkum rannsóknarheimildum?

Forvirkar rannsóknarheimildir merkja, að lögreglan getur fengið leyfi til að safna upplýsingum um þig og fylgjast með þér. Hin pottþéttu rök ‘reynsla annarra þjóða’ eiga sjálfsagt eftir að heilla sauðmúgann.

Hversu rúmar verða þessar heimilidir annars? Fáum við svör um það hvort forvirkar rannsóknarheimildir merki að lögreglan megi: Halda áfram að lesa

Sár út í Steingrím

Þegar Steingrímur stakk upp á netlöggu var ég sannfærð um að hann hefði sagt þetta í andartaks hugsunarleysi. Í dag hefur Blaðið svo eftir honum að þessi aukaframboð trufli umræðuna og þegar maður sér dæmigerðum fasitahugsunarhætti bregða fyrir hjá sama manninum hvað eftir annað, fer maður að efast um yfirlýsta lýðræðisást hans.

Auðvitað er það ergilegt fyrir flokk sem lengst af hefur verið litlinn-þinn á þingi en sér loksins fram á að komast til valda þegar önnur smáframboð blanda sér í slaginn. Framboð sem jafnvel hugnast einhverjum sem annars hefðu kosið litlan-sinn. Já og vissulega væri skilvirkara að hafa færri flokka í framboði. Það allra skilvirkasta væri auðvitað að hafa bara einvald. Ég get vel skilið að Steingrímur og fleiri froðufelli yfir nýjum framboðum í góðra vina hópi en á meðan við þykjumst vera lýðræðisríki er það algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn leyfi sér að gagnrýna opinberlega annan flokk fyrir nokkurt annað en stefnu hans og málflutning. Það kemur málinu ekkert við hvort flokkur er lítill, nýr eða skipaður einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi.

Sú hugmynd að nýir flokkar, sem hugsanlega eiga eftir að vaxa og mynda ríkisstjórn, séu einhverskonar aðskotadýr sem trufli umræðuna í stað þess að leggja eitthvað til málanna, er í meira lagi ólýðræðisleg og ég virkilega sár yfir því að maður sem er í forsvari fyrir þann flokk sem heldur lýðræðinu hvað mest á lofti skuli að láta annað eins út úr sér.

Vonandi er Steingrímur einn minna flokksbræðra um þessa skoðun.