Til hamingju með Kjarnann

Kjarninn lofar góðu.

Engar munnmælasögur, því síður rassmælasögur.  Ekki yfirborðslegar smelludólgafréttir heldur vönduð, ítarleg umfjöllun.

Og frábær árangur að fá yfirvaldið upp á móti sér strax með fyrsta tölublaði. Endilega dreifum þessum leyniupplýsingum sem víðast.

Sannleikurinn er hættulegur, einkum ef hann fær að koma fyrir sjónir almennings. Þessvegna þurfum við fólk eins og aðstandendur Kjarnans.

Til hamingju Kjarni.
Til hamingju Ísland.

Skilaboð mín til Erlings Freys Guðmundssonar

Fúskið á íslenskum fjölmiðlum er löngu hætt að koma mér á óvart svo þótt mér þyki miður að fjölmiðlaveldi 365 segi upp hæfu fólki, get ég ekki sagt að ég sé beinlínis hissa á því.  Ég er hinsvegar furðu lostin yfir því að nokkrum skuli detta í hug að standa að uppsögn á þann hátt sem lýst er í fyrrnefndum pistli Láru Hönnu.

Halda áfram að lesa

Góð þjónusta hjá DV

Það hefur marga kosti að halda úti bloggi. Maður mótar sína eigin ritstjórnarstefnu, skrifar um það sem manni bara sýnist og þarf ekki að hafa áhyggjur af orðafjölda. En stundum skiptir máli að ná til stærri lesendahóps en fastagesta á blogginu og þá getur verið hentugt að biðja blöðin að birta grein. Oftast gera þau það en maður getur þó ekki vænst þess að aðsendar greinar séu settar í forgang. Halda áfram að lesa

Beiðni til Brandarakastljóss

Í Kastljósinu, virtasta fréttaskýringaþætti íslenskra fjölmiðla, er pláss fyrir framhaldsskólahúmor. Það væri nú alveg ágætt ef fréttaþurrð væri ástæðan fyrir því að brandarastrákar fá að vera með. En er virkilega svo mikil gúrkutíð þessa dagana að fréttamönnum Kastljóssins detti bara ekkert merkilegra í hug? Ef svo er, þá er ég með ábendingu: Huang Nubo. Eða var það Nubo Huang? Halda áfram að lesa

Lára Hanna og vefvarpið

Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa

Að taka afstöðu

Uppskrift að áburði:

Finnum gamlan, botnfallinn skít. Hrærum rækilega upp í honum og dreifum soranum sem víðast svo öruggt sé að drullan lendi í sem flestum hálfgrónum sárum.

Jafnvel þótt útilokað sé að eyða leðjunni og eina leiðin til að hreinsa vatnið sé sú að leyfa henni að setjast, höldum þá áfram að hræra upp í skítnum. Berum svo mykjuna á túnið. Halda áfram að lesa