Pottþétt ráð gegn skattsvikum

Nefnd á vegum fjármálaráðherra hefur fundið nýja og skothelda aðferð til þess að koma í veg fyrir skattsvik. Lagt er til að fimm- og tíuþúsundkróna seðlar verði einfaldlega teknir úr umferð. Nefndin var skipuð í kjöfar uppljóstrunarinnar um Panamaskjölin og virðist því sem markmiðið sé sérstaklega að bregðast við svikum af því tagi. Halda áfram að lesa

Mannréttindi fyrir vonda fólkið

man-eavsdropping-688x451

Í Fréttablaðinu í gær kemur fram að tveir fyrrum starfsmenn sérstaks saksóknara hafi staðfest að eitt þeirra verkefna sem þeir unnu fyrir embættið hafi falist í því að upplýsa slitastjórn Glitnis um trúnaðarsamtöl sakborninga í New York málinu og lögmanna þeirra. Þetta er brot á þagnarskyldu og sé það rétt að sérstakur hafi krafið menn sína um þessar upplýsingar er það háalvarlegt mál. Halda áfram að lesa

Meira eftirlit með útlendingum

Ég hefði ekki áhyggjur af vinnustaðaskírteinum

  • ef væri ekki hægt að fylgjast með nánast hverri hreyfingu fólks með því að skoða greiðslukorta, síma og netnotkun
  • ef heimildir lögreglu til þessháttar eftirlits hefðu ekki verið auknar fyrir nokkrum árum, í stað þess að herða þær eftir því sem slíkt eftirlit verður auðveldara

Halda áfram að lesa

Sár út í Steingrím

Þegar Steingrímur stakk upp á netlöggu var ég sannfærð um að hann hefði sagt þetta í andartaks hugsunarleysi. Í dag hefur Blaðið svo eftir honum að þessi aukaframboð trufli umræðuna og þegar maður sér dæmigerðum fasitahugsunarhætti bregða fyrir hjá sama manninum hvað eftir annað, fer maður að efast um yfirlýsta lýðræðisást hans.

Auðvitað er það ergilegt fyrir flokk sem lengst af hefur verið litlinn-þinn á þingi en sér loksins fram á að komast til valda þegar önnur smáframboð blanda sér í slaginn. Framboð sem jafnvel hugnast einhverjum sem annars hefðu kosið litlan-sinn. Já og vissulega væri skilvirkara að hafa færri flokka í framboði. Það allra skilvirkasta væri auðvitað að hafa bara einvald. Ég get vel skilið að Steingrímur og fleiri froðufelli yfir nýjum framboðum í góðra vina hópi en á meðan við þykjumst vera lýðræðisríki er það algerlega óviðeigandi að stjórnmálamenn leyfi sér að gagnrýna opinberlega annan flokk fyrir nokkurt annað en stefnu hans og málflutning. Það kemur málinu ekkert við hvort flokkur er lítill, nýr eða skipaður einhverjum ákveðnum þjóðfélagshópi.

Sú hugmynd að nýir flokkar, sem hugsanlega eiga eftir að vaxa og mynda ríkisstjórn, séu einhverskonar aðskotadýr sem trufli umræðuna í stað þess að leggja eitthvað til málanna, er í meira lagi ólýðræðisleg og ég virkilega sár yfir því að maður sem er í forsvari fyrir þann flokk sem heldur lýðræðinu hvað mest á lofti skuli að láta annað eins út úr sér.

Vonandi er Steingrímur einn minna flokksbræðra um þessa skoðun.