Sniðugur dómari Pétur

Þá er fallinn dómur í nímenningamálinu. Sniðugur dómari Pétur. Dæmir ekki nógu svívirðilega til að von sé til þess að almenningur verði bandbrjálaður en þó þannig að nímenningarnir séu sekir. Um eitthvað. Nánar tiltekið ‘brot gegn valdstjórninni.’ Dómskerfið er ólíkindatól og maður átti svosem allt eins von á því að þau yrðu fundin sek um valdaránstilraun svo það liggur við að maður segi bara hjúkket! þótt auðvitað hefði maður helst viljað að þessu yrði bara vísað frá. Halda áfram að lesa

Ef ég kæri mann fyrir nauðgun

Setjum sem svo að ég vinni hjá ríkisstofnun sem hefur það opinbera markmið að gæta hagsmuna öryrkja. Lengi hafa vinnubrögð stofnunarinnar verið harðlega gagnrýnd og upp á síðkastið hefur komið í ljós að í stað þess að standa vörð um réttindi öryrkja, hefur Stofnunin tekið beinan þátt í hneyksli. Halda áfram að lesa

Að ala upp hryðjuverkamenn

Það kemur svosem ekki á óvart þótt hópur fólks sem gerði tilraun til þess þjóðþrifaverks að reka þingmenn út úr Alþingishúsinu, þessu tákni lýðræðis og frelsis, haustið 2008, sé talinn slík ógn við blessað yfirvaldið að ekki dugi minna en árs fangelsi til að tryggja þeim væran nætursvefn sem skópu sprækum og sniðugum útrásarstrákum æskilegt lagaumhverfi og þeim sem þvert á fyrri yfirlýsingar, eru nú búin að selja sjálfstæði okkar í hendur alþjóða gjaldeyrissjóðsins.  Halda áfram að lesa

Hættur, farinn

Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi. Halda áfram að lesa

Loksins skýr svör varðandi AGS

Sendinefnd AGS (les. fjárhaldsmenn ríkissjóðs) koma í dag til að fylgjast með því að ráðamenn okkar hafi rænu á að vinna vinnuna sína og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það er út af fyrir sig ágætt að þeir fá aðstoð við það en þar sem ‘ráðgjöf’ AGS til flestra þjóða sem hafa fengið neyðarlán, hefur falið í sér þvingun um að einkavæða ríkisfyrirtæki, koma á einokun bandarískra stórfyrirtækja og selja auðlindir (og þannig kippt grunninum undan sjálfstæði þessara ríkja) eru ekki allir jafn hrifnir af því að fá þessa ráðgjafa yfir okkur. Halda áfram að lesa

Skýr svör um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna

Á þeim ágæta vef, island.is, er að finna skýr svör um það hvernig Íslandi verður stýrt fimlega út úr efnahagsvandanum. Svörin eru að vísu ekki öll á vefnum sjálfum en þar eru þá tenglar sem nota má til að rekja sig að svarinu. Það var þannig sem ég fann svarið við því hvað ríkisstjórnin mun gera til að hjálpa mér þegar íbúðin mín fer á nauðungaruppboð. Halda áfram að lesa