Heimsókn til Friðriks

Árum saman hafa útsendarar Landsvirkjunar lagt landeigendur í nágrenni Þjórsár í einelti. Þeir hafa bankað upp á heima hjá þeim, í sumum tilvikum vikulega og herjað á þá að selja jarðir sem eru ekki til sölu. Þeir hafa farið í leyfisleysi inn á landareignir þeirra til að mæla þær út og setja niður hæla, enda þótt engir samningar eða vilyrði fyrir samningum liggi fyrir.

Halda áfram að lesa

Einokun, nei takk!

Eins og ég er nú almennt hlynnt því að fólk hafi frelsi til þess að gera það sem því bara sýnist, þá eru samt til aðstæður þar sem mér finnst ástæða til að slá varnagla. Dæmin sanna að útlendingar hafa oft ekki hugmynd um hvað þeir eru að fara út í þegar þeir þvælast án leiðsagnar upp á jökla og þótt það megi teljast með ólíkindum að hafa alist upp á Íslandi án þess að komast að því að snarvitlaust veður getur skollið á með litlum fyrirvara, þá gerist það enn að Íslendingar týnist uppi á fjöllum. Halda áfram að lesa

Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar

980__320x240_imgp0362FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT

REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá r). Halda áfram að lesa

Svar til Sigurjóns

Á bloggsíðu Heimis L. Fjeldsted hefur skapast áhugaverð samræða milli mín og Sigurjóns Vilhjálmssonar um áliðnaðinn. Þar sem við Sigurjón erum komin nokkurn veg frá efninu sem Heimir lagði upp með, finnst mér hálf óviðkunnanlegt að einoka bloggið hans undir þá samræðu. Ég kýs því að svara Sigurjóni hér. Halda áfram að lesa

Svar til vélstýrunnar

Í bloggpistli dagsins dregur Vélstýran upp hroðalega mynd af veröld án áls.

Ég er nokkuð oft búin að auglýsa eftir upplýsingum um það hvaða kolaknúnu álverum, einhversstaðar í veröldinni, hefur verið lokað af því að „umhverfisvæn“ álver voru opnuð á Íslandi eða annarsstaðar? Er eitthvað sem styður þá tilgátu að álver á Íslandi séu annað en viðbót? Halda áfram að lesa

Sjáðetta hvíta…

er sérsveitin að skíta… á sig af spenningi yfir því hver fái að prófa byssuna næst?

Mér yrði ekki rótt ef ég vissi af hvítabirni í bakgarðinum hjá mér. En er það samt ekki fulllangt gengið að senda gæsluna af stað í hvert sinn sem einhverju hvítu bregður fyrir úti í rassgati? Og af hverju í fjandanum er Landhelgisgæslan bara notuð til að leita að björnum en ekki til að bjarga þeim? Halda áfram að lesa

Ósigur yfirvofandi

Röddin í símanum var klökk.

-Helvítin hafa vaðið hér um allar sveitir síðustu vikur og herjað á fólk, og mest þá sem þeir vita að eru í fjárhagsvandræðum. Í allavega einu tilviki óðu þeir inn á landareign til að gera einhverjar rannsóknir án leyfis landeiganda, töluðu bara við unglinginn á heimilinu og fannst það víst nóg. Ég hef aldrei heyrt jafn þungt hljóð í mínum félögum fyrr. Björk er víst komin með einhverja bakþanka, ekkert víst að hún komi hingað austur og það stendur til að samningar við landeigendur í Rangárvallasýslunni verði undirritaðir á mánudaginn. Við erum hrædd um að Landsvirkjun komi hingað með vinnuvélar strax í næstu viku.

Halda áfram að lesa

Níðstöngin stendur enn

444608AJón Sigurðsson hefur líklega frétt af því að til stæði að fara með særingar gegn stóriðjustefnunni, því þegar ég mætti á Austurvöll í gærkvöld, var hann búinn að ná sér í þessa líka fínu níðstöng. Ég er ekkert hissa því það ógnar auðvitað sjálfstæði þjóðarinnar ef örfá risafyrirtæki yfirtaka allt atvinnulíf. Ég ók þarna fram hjá rétt áðan og hann heldur ennþá á stönginni og beinir henni að þinghúsinu. Halda áfram að lesa