Einhverju verður að fórna

Til dæmis:

Brúárjökli,
Búrfellsflóa,
Desjarárdal,
Efra-Jökulsárgili,
Ekkjufellshólmum,
Eyjabakkafossi,
Faxa,
Folavatni,
Gjögurfossum,
Gljúfrakvísl,
Grjótá,
Hafrahvammagljúfri,
Hálsi,
Héraðsflóa,
Hjalladal,
Hníflafossi,
Hölkná,
Hólmaflúðum,
Hrakstrandarfossi,
Hreinatungum,
Jöklu,
Jökuldal,
Jökulsá á Brú,
Jökulsá á Dal,
Jökulsá í Fljótsdal,
Kárahnjúkum,
Kirkjufossi,
Klapparlæk,
Kleifarskógi,
Kringilsárrana,
Lagarfljóti,
Lindum,
Rauðaflúð,
Sauðá,
Sauðakofa,
Sauðárdal,
Skakka fossi,
Slæðufossi,
Snikilsá,
Sporði,
Tröllagilslæk,
Tungufossi,
Töðuhraukum, og
Töfrafossi.

Öll þessi svæði verða fyrir óafturkræfum áhrifum með Kárahnjúkavirkjun. Sum hverfa alveg en hvað er það á móti lúxusnum við að hafa nokkur hundruð farandverkamenn á skítalaunum á Austurlandi?

Ég legg til að 30. nóvember verði framvegis almenn fórnarhátíð íslenskra aurasálna. Taka mætti upp þann sið að fórna einhverju stóriðjufyrirtækinu ætíð einhverri ómetanlegri náttúruperlu á þessum degi. Þá á ég við að gefa þeim hreinlega bara þann foss, hver eða hvaðeina sem yrði fyrir valinu. Það væri bara eitthvað svo táknrænt.

 

Share to Facebook

One thought on “Einhverju verður að fórna

 1. ———————————–

  Eva, ég held þú getir verið stolt af framlagi þínu. Það virðist einsýnt að ekki verði farið í fleiri virkjanir að sinni enda engin vilji hjá þjóðinni til slíkt, ekki einu sinni hjá mér 🙂

  Posted by: Guðjón Viðar | 2.12.2007 | 12:19:18

  —   —   —

  Halló,

  Kæra Nornabúð,

  Frábærlega vel skrifuð grein.
  Stóriðjufurstarnir hataðasta starfsstétt á Íslandi.

  Mjög góð grein en það er hægt að endurheimta þessar perlur. Eitt af stærstu brögðunum sem þessir menn beittu var að sannfæra fólk um að perlur sem búið væri að skemma væri ekki hægt að endurheimta.
  Fórnum frekar einu stóriðjufyrirtæki á hverjum 30. nóvember í stað þess að leyfa virkjanasinnum að koma nálægt svæðum sem þeir eru vitsmunalega vanfærir til þess að umgangast.

  Ég sá að sprengt hafði verið ofan af einu af gljúfrunum og veit hvernig hægt er að endurheimta gljúfrið.
  Í dag eru virkjanasinnar hataðir og Friðrik Sophusson er hættur að hjóla og fá sér göngutúra. Ég sé hann vart lengur , sá hann reyndar aðeins 1. sinni.

  Merkilegt þykir mér að Gabríela Friðriksdóttir sé eina manneskjan sem ég viti um sem tengist Friðriki sem ekki þjáist af bölvun hans og því sé í lagi fyrir hana að umgangast svæðin en ekki hann.

  Vafalaust hlýtur Gabríela að vera dauðhrædd við Friðrik og óttast um líf hverrar einustu plöntu sem hún umgengst og ef ég væri hún myndi ég ekki láta slíkann ótta í ljós á almannafæri sem væri mjög skiljanlegur engu að síður.
  Svona menn skilja bara barsmíðar og eldfæri og neikvæða og dónalega framkomu en ekki fórnir fyrr en þeir eru látnir fórna sjálfir því sem þeir elska mest.

  Við skulum aldrei framar láta þá fá friðinn sem við tökum frá þeim. Flytjum gæfu þeirra til þeirra sem þeir stálu gæfunni frá og tryggjum að þeir komist aldrei yfir gæfu framar.

  Stóriðjufurstar eru yfirleitt hjátrúarfullir á mjög sérstakann hátt og finnst t.d. að þeir geti ekki verið heppnir nema fyrir tilstilli heppni annarar manneskju sem þeim finnst að þeir verði að stela frá henni.

  Ég mun ekki veigra mér fyrir því að segja við virkjanasinna sem eru að skrifa í blöðin t.d. að náttúruperlur eins og Goðafoss séu einfaldlega ekki til , og endurtaka það svo nógu oft þar til þeir trúa því. Það er ein leið sem er ódýr og kostnaðarlítil til að koma í veg fyrir að þeir séu að þvælast á þessum svæðum og þröngva sér upp á aðra og skemma í kringum sig. Áður fyrr voru öryrkjar og aldraðir óvinsælasti stéttarhópurin hér á landi en nú bera allir virðingu fyrir þeim sem er mjög gott mál , og í dag eru það þess í stað stóriðjufurstarnir sem eru hataðir mest. Þeir eru sagðir þvælast fyrir og skemma hluti og vera óttalegir vandræðagemlingar.

  Hvað fleiri virkjanir varðar verður haldið áfram að berjast fyrir þeim þar til að einhver hefur lúg – barið og gengið í skrokk á þeim sem eru með mestu hávaðalætin í kringum að láta virkja (skemma með réttlætingu notkunar hugtaksins ´virkja´ í stað þess að virkja eitthvað í raun).

  y.

  Posted by: Ásgeir Valur Sigurðsson | 2.08.2008 | 15:43:21

  —   —   —

  sá hann 1. sinni fyrir stuttu og hafði talað við a.m.k. 1. sinni og séð nokkrum sinnum þar á undan – prentvilla.
  afsakið

  Posted by: Ásgeir Valur Sigurðsson | 2.08.2008 | 15:44:59

Lokað er á athugasemdir.