Af þagnarskyldu og fleiru

Það ætlar víst að ganga eitthvað treglega að fá á hreint í hverju misskilningur minn liggur.

Á DV hafa farið fram umræður um fyrri bloggfærslu mína í dag og þar hafa komið fram athyglisverðar hugmyndir um þagnarskyldu presta og upplýsingaskyldu, margar byggðar á misskilningi eða bara vanhugsun. Hér er samantekt fyrir þá sem ekki nenna að lesa í gegnum allan þráðinn. Fyrst hugmyndir lesenda sem telja líkræðu Baldurs viðeigandi og svo útskýringar mínar. Halda áfram að lesa

Ég misskildi séra Baldur

Í fyrri færslum mínum gagnrýndi ég það frumhlaup Séra Baldurs Kristjánssonar að greina opinberlega frá viðkvæmu máli án samráðs við þolanda, fyrst í líkræðu og svo á blogginu sínu. Ég sé ekki betur en að þessi vinnubrögð séu brot á þagnarskyldu. Ég tek fram að ég gagnrýni ekki þá ákvörðun prestsins að tilkynna málið til yfirvalda enda þótt það sé fyrnt og hverfandi líkur á að það leiði til þess að upp komist um gerandann. Þvert á móti held ég að það sé gott að sem mestar upplýsingar um mál af þessu tagi séu til í kerfinu. Það sem mér finnst athugavert er það að hann skuli fjalla um málið opinberlega, með persónuupplýsingum sem benda á þolandann. Halda áfram að lesa

Þegar vottar Jehóva banka upp á

Um daginn talaði ég við konu sem er svo hrædd við áhrif neikvæðra hugsana og tilfinninga að hún þorir varla að horfa á fréttirnar. Það er sko svona rosalega öflugt þetta aðdráttarlögmál að maður bara síkrítar til sín ógæfu ef maður horfist í augu við stríð og aðrar óþægilegar staðreyndir. Ég velti því fyrir mér hvað hún ætlar að gera ef hún kemur á slysstað. Þakka ‘the Universe’ fyrir að allir í báðum bílunum séu heilir á húfi og aka burt án þess að athuga málið, svona til að laða ekki að sér fleiri slys? Halda áfram að lesa

Sauður býður sig fram til stjórnlagaþings

Þessi lögspekingur er í framboði til stjórnlagaþings. Hann telur 1010 ára gömul lög enn í fullu gildi.

Þessi menntakona sem heldur að ríkiskirkja sé forsenda jólahalds og að engar kirkjur séu til í ríkjum muslima, telur sig einnig eiga erindi á stjórnlagaþing.

(Þetta kom fram á vef Þjóðkirkjunnar en færslur hennar um frambjóðendur eru ekki lengur aðgengilegar. Hinsvegar vitnar Sigurður Hólm í orð þeirra hér.)

Halda áfram að lesa

Það sem virkar


Mótmælandi Íslands
Þessi maður heitir Helgi Hóseasson. Í 46 ár hefur hann haldið á lofti þeirri kröfu að fá skírn sína inn í kristna kirkju ógilta. Oftast hefur hann mótmælt með því að bera skilti með áletrunum sem kristnir hljóta að flokka sem guðlast. Frá því að tveir valdníðingar gerðu sig seka um landráð (sem þeir hafa þó aldrei þurft að svara fyrir, hvað þá að gjalda fyrir) með því að innrita Íslendinga í árásarstíð gagnvart fólk sem við áttum ekkert sökótt við, hefur hann einnig mótmælt þeim gjörningi með skiltaburði.

Halda áfram að lesa