Komin niður

Held ég sé að koma niður af þessu vellíðunarflippi sem ég hef verið á undanfarið. Ekki svo að skilja að mér líði neitt illa. Meira svona hlutlaust. Eða frekar svona eins og ponkulítið eirðarleysi sé að byrja að springa út innra með mér. Mér leiðist eitthvað svo og skýringin er ekki sú að mig vanti félagsskap eða hafi ekkert að gera. Mig langar bara að hitta einhverja aðra en þá sem eru í boði og gera eitthvað annað en það sem liggur beinast við. Veit samt ekki hvað. Svo langar mig í phenylethilamin, heilt kíló en vil samt ekki þurfa að gúlla í mig 10 kg af súkkulaði.

Er sumsé að verða sjálfri mér lík aftur. Sem merkir þá væntanlega að ég er ekki baun geðveikari en venjulega. Þessi ástæðulausa hamingja hefur bara verið eitthvað tilfallandi. Hjúkket.

Ég ætlaði eiginlega á frumsýninguna á Patataz í kvöld en hætti við það af því að ég sá lokaæfinguna í gær og vil frekar láta líða smátíma áður en ég fer á sýningu. Bráðum síðasti séns að sjá Brotið en ég er búin að fara tvisvar í leikhús þessa helgi og maður verður nú að kunna sér eitthvert hóf. Er ekki búin að borga LÍN og samviskan leyfir ekki meira menningardekur fyrr en ég er búin að gera eitthvað í því. Kannski líka svolítið af því að krakkarnir mínir eru uppteknir, allt leikhússfólk sem ég þekki búið að vera í leikhúsi alla helgina (nema Spúnkhildur sem er búin að vera að vinna alla helgina -ekki réttlætanlegt að halda henni frá heimilinu meira í bili) og ég nenni ekki ein

Krossgátan er búin nema eitt orð sem ég fæ bara engan botn í. Gæti beðið félaga minn um aðstoð en vil ekki gefast upp strax. Er samt rosalega pirruð á því að finna þetta ekki. Hef enga eirð til að lesa, íþróttir í sjónvarpinu -bðððö!

Ég veit hversvegna ég er komin niður en vildi að ég væri haldin nægri sjálfsblekkingu til að afneita því. Ég er að bíða eftir símhringingu -sem kemur sennilega ekki héðan af.

Best er að deila með því að afrita slóðina