Bréf frá ömmu

Jæja skrattakollur

Þá er amma nú búin að gera viðeigandi ráðstafanir til þess að þú fáir enduruppeldi, ekki veitir af. Ég geri mér að vísu ekki vonir um að þú verðir húsum hæfur alveg á næstunni en ef við náum þeim árangri að þú opnir glugga til að lofta út þegar þú ert búinn að kúka svona mikið í buxurnar þínar, þá er stórum áfanga náð.

Þetta verður semsé þannig að næst þegar þú skítur yfir annað fólk, ætlar góða konan að koma og láta þig þrífa bjakkið. Það verður ekkert sérlega skemmtilegt svo þú ættir kannski að æfa þig svolítið í almennri kurteisi. Annars gætirðu þurft að moka út heilum fjóshaug eftir nokkrar vikur og góða konan getur orðið voða ströng. Þú gætir líka unnið þér inn stig með því að senda síðasta fórnarlambi skriflega fyrirgefningarbeiðni.

Við skulum svo bara vona að þér gangi vel að læra þína lexíu því annars verður amma að sækja vöndinn. Og því get ég lofað að þá verður skrattanum ekki skemmt.

Best er að deila með því að afrita slóðina