Skýrsla

Mig langar í hreindýr. Eyddi öllum morgninum í að þrífa en nú er ég líka búin að skila sameigninni og er laus við hana næstu 6 vikurnar. Þegar ég varð þrítug sagði ég að ég hefði sett mér það markmið að vinna engin heimilisstörf eftir fertugt, nema þá að elda þegar og ef mig sjálfa langaði til þess. Setti upp plan; ætlaði að eignast heimilistæki, eitt á ári, fyrst þurrkara og svo eitt af öðru og enda á heindýri.

Síðan hefur mest lítið gerst í þeim efnum. Hef ekki ekki einu sinni fjárfest í hrærivél. Ég er að hugsa um að breyta planinu, hlaupa yfir græjurnar og fara beint í hreindýrið. Vera búin að fá mér hreindýr áður en ég þarf að sjá um sameignina næst.

Sá lokaæfinguna á Patataz í dag. Átti reyndar von á góðu þar sem Björn stórvinur minn og skrifnautur er annarsvegar en svo virðist sem allir aðrir sem koma að sýningunni séu líka hæfileikafólk svo útkoman er tvímælalaust þess virði að sjá hana tvisvar. Tók Kára minn með og við erum svo búin að hanga yfir kaffibolla síðan.

Best er að deila með því að afrita slóðina