Úganda er land undarlegrar þversagnar. Hér er paradís á jörð. Fullkomið veðurfar; hitastigið á bilinu 20-27 gráður árið um kring. Hér er nóg vatn og frjósamur jarðvegur, góðar koparnámur, olía, m.a.s. heitt vatn. Engu að síður býr þorri Úgandafólks við sára fátækt. Halda áfram að lesa
Því miður, þú býrð í útlöndum svo þér kemur þetta ekki við
Mig langaði til þess að mæla með tilteknu framboði en komst þá að því að þar sem ég á lögheimili erlendis má ég ekki skrifa undir meðmælalista.
Ég þekki þess líka dæmi að fólk sem er búsett erlendis hefur mætt á kjörstað og áttað sig þá á því að það er dottið út af kjörskrá vegna þess að það hefur búið svo lengi erlendis. Nú er hægt að kæra sig inn á kjörskrá aftur svo það er í raun enginn augljós tilgangur með því að taka fólk út af kjörskrá. Þetta hefur bara meiri skriffinnsku í för með sér.
Hvaða rök eru annars fyrir því að svipta íslenska ríkisborgara borgaralegum réttindum sínum ef þeir flytja til útlanda? Ef rökin eru þau að fólk sem ekki býr á landinu eigi ekki að hafa sömu tækifæri til áhrifa, væri þá ekki eðlilegast að svipta fólk ríkisborgararétti ef það flytur?
Súkkulaði, þrælahald og Fair Trade vottun
Þá er það staðfest sem allir vissu en fáir töluðu um; páskaeggin okkar eru unnin úr þrælabaunum. Reiknað með að taki tíu ár að leggja niður viðskipti við þrælahaldara.
Þennan pistil skrifaði ég árið 2011.
Þetta eina sem þingheimur náði samstöðu um
Í dag eru margir reiðir.
Út af þessu með auðlindaákvæðið og kvótann og vatnalögin og allskonar og æjá svo var eitthvað um stjórnarskrá. Dálítið verið daðrað við einkavæðingu bankanna líka. Var ég búin að nefna meiri stóriðju? Ríkisstyrkta? Halda áfram að lesa
Við vildum eitthvað annað
Búsáhaldabyltingin var engin bylting. Hún var röð uppþota sem hröktu vanhæfa ríkisstjórn frá völdum. Enginn dó og það er á mörkunum að hægt sé að tala um óeirðir en fólk óhlýðnaðist lögreglunni og það var svo brjálæðislega róttækt að í huga þjóðar sem þekkir hvorki sverð né blóð (enda þótt hún styðji hvorttveggja með hundslegri tryggð sinni við Nató) var það nánast stríðsástand sem ríkti frá miðjum nóvember 2008 og út janúar 2009. Halda áfram að lesa
Kartöfluhýði Brynjars Níelssonar
Sama dag og skýrsla starfshóps um Guðmundar- og Geirfinnsmál kemur út, taka menn til við að dreifa tveggja ára gamalli grein Brynjars Níelssonar um Guðmundar- og Geirfinnsmálin á netinu. Grein sem virðist eiga að vera einhverskonar varnarskjal fyrir lögreglu og dómstóla. Bendir hann á nokkrar staðreyndir sem lágu til grundvallar dómum yfir sakborningum í þessum málum auk þess sem hann fullyrðir: Halda áfram að lesa
Litla, gráa kisa
Ég hef haldið því fram að þótt vinstri græn hafi brugðist á mörgum sviðum hafi þau þó amk staðið sig í umhverfismálum. Ég verð víst að éta það ofan í mig. Halda áfram að lesa
Að vera gjaldþrota
Mamma, af hverju er þetta fólk svona fátækt?
Vegna þess hjartað mitt að það er vanþróað.
Það kann ekkert nema að rækta korn.
Það kann ekki einu sinni að lesa.
Við aftur á móti erum háþróuð.
Við höfum skóla og heilbrigðiskerfi, úrvalsvísitölur og allskonar fínerí.
En getum við ekki kennt þeim að þróast mamma?
Getum við ekki gefið þeim gefið þeim peninga til að stofna skóla og sjúkrahús
og hjálpað þeim að skapa hagvöxt og greiningardeildir
og allt þetta sem gerir okkur háþróuð?
Ekki persónukjör en samt persónuleg þingmennska
Þegar Borgarahreyfingin ákvað að fara í framboð var ég mjög svekkt. Mér fannst gjörsamlega fráleit hugmynd að ætla að breyta kerfinu innan frá og leysa svo flokkinn upp og það var mér beinlínis áfall að missa jafn öflugan aðgerðasinna og Birgittu Jónsdóttur inn á þing. Halda áfram að lesa
Margaríta og bjánakeppir mánaðarins
Stjórnarskrártillagan er ekki fullkomin. En það er gamla stjórnarskráin ekki heldur. Halda áfram að lesa