Humar með hvítvíninu

Ég er hjartanlega sammála því að áfengi ætti að fást í matvörubúðum.  Það er hinsvegar lúxusvandamál að þurfa að skipuleggja innkaupin sín og það segir kannski dálítið um veruleikatengingu elítunnar í Sjálfstæðisflokknum að áfengissala í matvöruverslunum skuli vera það afrek sem formaður Heimdallar óskar sér að sjá flokkinn vinna á komandi kjörtímabili.

Halda áfram að lesa

Þroskaheftir síamstvíburar eða tvíhöfða asni?

20010303-300x286Andri Snær Magnason hefur beðist afsökunar á því að nota orðin þroskaheftur síamtvíburi um væntanlega ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.  Afsökunarbeiðninni beinir hann ekki til stjórnar og félagsmanna umræddra flokka heldur til fatlaðra.  Móðgunin felst þó ekki í því að líkja fötluðum við þessi ógeðfelldu stjórnmálaöfl heldur í því að tala um fötlun sem eitthvað neikvætt.

Halda áfram að lesa

Ætlar Brynjar Níelsson að fá sér alvöru vinnu?

Nýverið sagði Brynjar Níelsson í útvarpsviðtali á Harmageddon að hinar skapandi greinar dældu peningum úr ríkissjóði. Það er ekki alveg rétt. Eins og spyrillinn benti honum á er hægt að reikna það út og niðurstaðan er sú að skapandi greinar velta jafn miklu og álframleiðsla. Nokkrum dögum síðar bárust svo fréttir af því að gestir Eve Fanfest hefðu skilið 400 milljónir eftir í landinu. Einn atburður sannar auðvitað ekkert en þessi skýrsla gefur vísbendingu um að Brynjar ætti að endurskoða þá hugmynd sína að skapandi greinar séu afæta á ríkissjóði. Halda áfram að lesa

Öll þessi litbrigði grámans

Síðasta haust ætlaði ég að kaupa mér nýjan kjól fyrir veturinn. Það var reyndar ekki nóg fyrir mig að fá nýjan kjól, ég vildi hlýjan vetrarkjól með löngum ermum.  Ég fór í margar búðir en satt að segja mátaði ég ekki marga kjóla. Ekki af því að það væri neinn skortur á kjólum, heldur af því að hlýju kjólarnir voru allir gráir og grár er bara ekki minn litur. Halda áfram að lesa

Betl

Það er áreiðanlega erfið vinna að vera betlari.  Sitja aðgerðalaus tímunum saman.  Augnaráð vegfarenda lýsa vorkunnsemi og þó oftar fyrirlitningu, þ.e.a.s. augnaráð þeirra sem á annað borð líta í átt til betlarans því flestir forðast að horfa á eymdina.  Og oftast lítið upp úr því að hafa. Halda áfram að lesa

Umferð í Úganda

Gatnakerfið í Kampala ber ekki umferðina. Á álagstímum tekur óratíma að komast á milli staða. Í Kampala  virðast engar umferðarreglur gilda og víða eru hvorki umferðarmerki né götuljós. Hér ekki lestakerfi. Það eru leigumótorhjól og skutlur sem halda uppi almenningssamgöngum. Halda áfram að lesa