Sumir vina minna og kunningja tala um það eins og svik við heilagan málstað að lesa Moggann. Ég skil reyndar vel þá sem ekki kaupa blaðið því ekki vill maður nú mylja undir Davíð. Mér finnst hinsvegar bara bjánalegt að sniðganga netmiðil. Halda áfram að lesa
Greinasafn fyrir flokkinn: Menning, listir og fjölmiðlar
Hver á að greiða listamönnum laun?
Eiríkur Örn hefur áhyggjur af því að verð á rafbókum verði sprengt upp úr öllu valdi. Ég held ekki. Ég held að það sé bara tímaspursmál hvenær rafbækur verða almennt ókeypis. Halda áfram að lesa
Er facebook að gera okkur sjálfhverfari?
Þegar afi var að alast upp var bóklestur unglinga eitt stærsta samfélagsmeinið. Ungdómurinn nennti ekki lengur að vinna, heldur lá yfir bókum og ekki blessuðu guðsorðinu neiónei, heldur allskyns siðspillandi ævintýrum og annarri þvælu. Einn og einn las jú líka einhver fræði svona meðfram bullinu en bókvitið varð ekki í askana látið og menn óttuðust að unga kynslóðin yxi úr grasi dyggðum sneydd og full af ranghugmyndum. Halda áfram að lesa
Bleikt klám
Ég hef verið kölluð klámsinni, af því að ég er mótfallin ritskoðun. Af því að þótt mér kunni að þykja einhver list og dægurmenning vond og lágkúruleg, finnst mér tjáningarfrelsið of dýrmætt til að fórna því á altari smekklegheita og siðsemi.
Það er hinsvegar sitthvað ritskoðun og ritstjórn. Sumu efni hæfa bara ekkert hvaða miðlar sem er og klám er meðal þess efnis sem maður á að geta fulla stjórn á hvort maður verður var við eða ekki. Það er þessvegna sem dagblöð og aðrir almennir fréttamiðlar birta ekki hópreiðarsögur og innanpíkumyndir.
Undarlegt nokk virðist þessi ritstjórnarstefna þó eingöngu gilda um blátt klám. Það er hinsvegar orðið fátítt að ég opni íslenskan netmiðil, án þess að við mér blasi bleikt klám af einhverjum toga. Fréttir af einkalífi fólks sem hefur unnið sér það til frægðar að vera duglegt að djamma. Myndir af þessu sama fólki og tenglar á fróðleiksmola af bleikt.is. Ég held að Smugan sé eini miðillinn sem ég skoða reglulega sem hlífir mér við áreiti af þessu tagi.
Þeir sem hafa áhuga á þessu efni hafa greiðan aðgang að því og ekki vil ég að bleikt klám verði bannað frekar en blátt. Mér þætti hinsvegar við hæfi að fréttamiðlar sem vilja láta taka sig alvarlega, slepptu því að troða þessum hroða upp á lesendur sína.
Hættið að bjóða okkur upp á svona þvælu
Mikið ofboðslega er þetta bull farið að fara í taugarnar á mér.
Það er ólöglegt að gefa börnum fíkniefni.
Það er ólöglegt að hafa kynferðislegt samneyti við börn, líka þegar peningar, fatnaður og dóp koma við sögu og reyndar telst það ennþá alvarlegra.
Fimmtán ára barn er ekki ábyrgt fyrir því að kæra mann fyrir að gefa sér fíkniefni. Börn eru heldur ekki ábyrg fyrir því að kæra menn fyrir mannrán, frelsisviptingu, nauðganir, siðferðislega þvingun og annað ofbeldi.
Hvernig væri að lögruglan sneri sér að því að eltast við alvöru bófa í stað þess að eyða púðrinu í að handtaka fólk fyrir að gagnrýna stríðsrekstur Bandaríkjamanna (sem Íslendingar styðja með aðild sinni að NATO)? Hvernig væri að þessir vesælingar bögguðu barnaræningja í stað þess að handtaka fólk fyrir það eitt að fara í taugarnar á yfirvaldinu og finna sér tylliástæðu til að ákæra það, þegar raunverulega ástæðan er andóf gegn valdníðslu? Já og hvernig væri að talsmenn þolenda, hætti að ljúga því að það sé svona útilokað að koma lögum yfir menn sem fela týnd börn, dópa þau upp og gera þau út til vændis?
Það er nefnilega haugalygi að vandamálið sé það að stelpurnar þori ekki að kæra. Annað hvort eru þessar sögur eitthvað orðum auknar eða þá að lögreglan er handónýt stofnun þar sem fullkomlega óhæfir yfirmenn vaða uppi.
Nillinn er ekki að fara að hringja í þig
Hvernig er símaskrá ritstýrt? Snýst það um að ákveða leturstærð eða það hvort skyndihjálparsíðurnar eru fremst eða aftast í skránni? Eru ennþá skyndihjálparsíður í símaskránni? Ég veit það ekki enda þarf ég ekki að safna pappírsbunkum á tímum internetsins. Halda áfram að lesa
Smá ábending
Ekkert samfélag hefur nokkru sinni þrifist án lista, fræða og afþreyingar. Hinsvegar hafa fjölmörg samfélög þrifist án stóriðju og offramleiðslu. Sennilega er eitt gott hláturskast líklegra til að auka lífsgæði fólks en heill farmur af hamingju í dós.
Hér eru tilmæli til þeirra sem vilja leggja niður opinber fjárframlög til menningarinnar á þeirri forsendu að það sé ekki hægt að éta hana: Hoppaðu upp í rassgatið á þér. Þegar þú ert búinn að éta eins og eitt klíó af áli.
Rafbókin verður ráðandi
Bókasnobbið í Íslendingum gengur gjörsamlega fram af mér. Nánast allir sem ég hef talað við halda því fram að bók sé ekki alvöru bók nema hún sé prentuð á pappír. Sama fólk hefur hinsvegar aldrei álitið að tónlist sé ekki alvöru tónlist nema sé búið að brenna hana á geisladisk. Sama fólk hlustar á tónlist á netinu, skoðar kvikmyndir á netinu og hefur aldrei látið sér detta í hug að það sé eitthvað minna ekta. Halda áfram að lesa
Hallelujah
Hallelujah, dýrð sé Gvuði, eftir Leonard Cohen er sennilega eitthvert vinsælasta lag síðustu ára. Gott lag, grípandi, sönghæft án þess að vera of einfalt. Ég held reyndar að textinn eigi töluverðan þátt í þessum miklu vinsældum en þar er tekist á við dýpstu kennd mannsins, ástina, sem færir manni ekki endilega hamingju en er þó svo ólýsanlega dýrðleg. Mér skilst að Cohen hafi ort á sjöunda tug erinda. Ég þekki aðeins sjö þeirra en í þeim renna ástin, listin og trúin saman í eitt allsherjar hallelujah, lofgjörð sem er þó svo brothætt og jarðbundin að hvergi örlar á væmni.
Særð eftir sýru
Fréttablaðið birtir í dag frétt með fyrirsögninni Rannveig Rist særð í andliti eftir sýruárás. Þetta er sláandi fyrirsögn og rökréttast að álykta að ribbaldar hafi ráðist að henni í nótt eða gærkvöld með einhverskonar efnavopnum í þeim tilgangi að skaða hana.
Svo kemur í ljós að um er að ræða 2ja mánaða gamla frétt, sem af einhverjum dularfullum ástæðum hefur ekki verið birt áður. Ekki var ráðist á Rannveigu, heldur bílinn hennar en hún varð fyrir þessu óhappi þegar hún opnaði bílinn sinn og efnið skvettist úr hurðarfalsi. Reyndar má draga í efa dómgeind manneskju sem snertir bíl sem hefur verið meðhöndlaður með efni sem er svo sterkt að það bræddi rúðurnar í bílnum hennar. Mig langar að sjá mynd af þeim rúðum því hafi sú frétt að önnur eins efnavopn séu komin í noktun hjá aðgerðasinnum verið birt fyrr, hefur hún farið fram hjá mér.
Sé það rétt að Rannveig hafi orðið fyrir meiðslum, lýsi ég samúð minni með henni. Ég held að langflestir umhverfissinnar vilji komast hjá því að valda manneskjum skaða hversu sekar sem þær eru. Mér er hinsvegar skítsama um bílinn hennar og mér er jafn drullusama um bíl Hjörleifs Kvaran. Því eins og umhverfissinnar hafa margbent á er jörðin ekkert ‘að deyja’ heldur er verið að drepa hana. Og þeir sem bera ábyrgð á því hafa nöfn og heimilisföng.