Fyrir þá sem ekki eru á fb

Á facebook gengur nú bréf sem varðar mál Mohammeds Lo og mér finnst rétt að nái einnig til þeirra sem ekki eru þar.

Þeir sem hafa áhuga á að liðsinna Mohammed Lo, eru hvattir til að skrifa yfirvöldum. Skrifið t.d. Útlendingastofnun utl@utl.is Innanríkisráðherra ogmundur.jonasson@irr.is eða aðstoðarmanni Innanríkisráðherra halla.gunnarsdottir@irr.is.

Þeir sem ekki hafa tíma til að skrifa eða eiga erfitt með að stíla bréf, geta nýtt sér bréf sem Jóhann Páll Jóhannsson skrifaði og er svo elskulegur að leyfa frjáls afnot af.

Ég birti bréfið hér fyrir þá sem ekki eru á fb og bið ykkur um að dreifa því sem víðast.

 

Halda áfram að lesa

Saga strokuþræls – 8. hluti

 Í athugun …
Hæfileg refsing fyrir að neyðast til að framvísa fölsuðum skilríkjum, er að mati yfirvaldsins  30 daga fangelsi, óskilorðsbundið. Að villa á sér heimildir í því skyni að forða sér frá pyntingum og jafnvel aftöku án undangenginna réttarhalda er þannig talinn sambærilegur glæpur við líkamsárás á sofandi mann. Margir flóttamenn sem fá þennan dóm sitja þó aðeins helminginn af sér og það á við um Mouhamed. Eftir 15 daga refsivist var honum komið fyrir á Fit, flóttamannahælinu á Suðurnesjum og boðin aðstoð til að sækja um hæli. Halda áfram að lesa