Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.
En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.
Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.
Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.
![]() |
Götum lokað vegna embættistöku |