Ég skammast mín fyrir þessa forsetanefnu

Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.

En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.

Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.

Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.

mbl.is Götum lokað vegna embættistöku

 

476 lík

Eitt af því sem hefur verið notað sem rök gegn því að Paul Rames fái hæli á Íslandi er að hann hafi áður sóst eftir því að fá að búa hérna. Á einhverju blogginu sá ég líka að ritanda fannst tortryggilegt að Atieno hefði sótt hér um dvalarleyfi á síðasta ári. Hún fékk það ekki en hinsvegar fékk hún dvalarleyfi í Svíþjóð, það segir kannski eitthvað um sveigjanleika útlendingastofnunar. Halda áfram að lesa

Gjöf til Stöðvar 2 – leiðbeiningar handa Ómari

Þegar Paul Ramses var fluttur nauðugur úr landi, vissi ég ekkert um stjórnmál og samfélagsástand í Kenía, annað en að eftir mannskæðar ættbálkaerjur í kjölfar kosningasvindls, hefðu óvinir ákveðið að deila með sér völdum. Mál flóttamannsins og fjölskyldu hans vakti áhuga minn og ég hef lesið fjölda greina um Kenía síðan. Halda áfram að lesa

Er Ramses glæpamaður og loddari?

Áhugaverð umræða um mál Pauls Ramses hefur farið fram á tjásukerfi Gunnars Th. Gunnarssonar síðustu daga. Gunnar varpar fram þeirri spurningu hvort Gervasoni málið sé að endurtaka sig. Ég útiloka ekkert þann möguleika. Flóttamenn í heiminum eru einfaldlega of margir til þess að sé raunhæft að gera ráð fyrir því að allir sem hingað leita séu sómamenn og drengir góðir. Halda áfram að lesa

Ótrúlegt hvaða smáatriði standa í sumum

Ég hef séð nokkra velta sér upp úr því hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun beint til Íslands. Mér finnst með ólíkindum að fólk geti séð það sem eitthvað grunsamlegt. Heldur einhver að hann hafi ætlað að setjast að á Ítalíu en frétt svo af því hvað bótakerfið á Íslandi er frábært og ákveðið að koma hingað í staðinn?Hvað gerir örvæntingarfullur maður sem hefur sætt pyndingum og óttast um líf sitt? Leggst hann í rannsókn á því hvernig skuli staðið að formsatriðum? Eða pillar hann sig bara burt?

Vissi Paul yfirhöfuð að það væri hægt að fá vegabréfsáritun til Íslands? Ef ég hefði vitað að ég þyrfti að ferðast til Ítalíu fyrst, hefði ég sennilega ályktað að ég þyrfti fyrst að fá vísa þangað og ef ég hefði óttast um líf mitt er ekkert ólíklegt að ég hefði viljað gefa villandi upplýsingar um það hvert ég væri að fara. Rakst hann á vandamál þegar hann ætlaði að sækja um? Var t.d. einhver á skrifstofunni sem hann hafði ástæðu til að óttast? Var einhver stimpill týndur?

Það geta verið ótal atriði sem skýra það hversvegna Paul sótti ekki um vegabréfsáritun til Íslands á meðan hann var í Nairobi. Raistar og bjánar (mér sýnist reyndar að þetta tvennt fari oft saman) hljóta að geta fundið eitthvað bitastæðara en það til að gera hann grunsamlegan.

mbl.is Ástandið enn ótryggt í Kenía
 

Allt með kyrrum kjörum

Við heyrum dásamlegar fréttir af því að allt sé með kyrrum kjörum í Kenía. Kibaki og Odinga saman í stjórn og allir góðir vinir. Ekki veit ég í hvaða raunveruleikaþætti þeir lifa sem trúa því í alvöru að það þurfi ekki meira en 4 mánuði til að koma á eðlilegu ástandi í landi þar sem blóðug átök hafa geysað og fjöldi manna flúið heimili sín og svarnir andstæðingar sitja saman í ríkisstjórn. Halda áfram að lesa

Það skyldi þó aldrei vera?

Í morgun röltu tveir óvopnaðir leppalúðar inn á Keflavíkurflugvöll.Þar skottuðust þeir dágóða stund í trausti þess að flugumferðarstjórar ynnu fyrir kauphækkuninni sem þeir fengu á dögunum. Aðgerðin tókst vonum framar. Þeir töfðu m.a.s. flugvél með Paul Ramses innanborðs í því að fara í loftið. Ekki lengi að vísu en vélin stoppaði.

Halda áfram að lesa

Lygaþvælan um Paul Ramses

 Allt er með kyrrum kjörum í Kenía, segja þeir, engir flóttamenn og engin stjórnarandstaða.

Jón Bragi benti á þessa heimild en samkvæmt henni kom 31 hælisleitandi frá Kenía til Svíþjóðar á síðasta ári. Ekki kemur fram hvort einhverjir þeirra sóttu um hæli sem pólitískir flóttamenn eða hvort allt þetta fólk var gjörsamlega ópólitískt en einhvern fjandann var fólkið að flýja.

Halda áfram að lesa