Þessvegna sagði ég nei

Ég var í miklum vafa um icesave málið. Fór í marga hringi og þótt ég hafi á endanum sagt nei, var það ekki með þeirri hjartans fullvissu að ég gæti ómögulega verið að gera mistök.

Ég sagði nei, vegna þess að enginn þeirra já-sinna sem ég talaði við, gat svarað því hvað jáið raunverulega þýddi. Enginn þeirra vissi hversu háa fjárhæð hann væri að lofa að greiða eða hvort og þá hvernig hún myndi breytast.  Halda áfram að lesa

Sendum yfirmenn löggunnar í ormahreinsun til Kristínar

Kristín Ástgeirsdóttir gerir mistök eins og annað fólk. Að því leytinu er hún alveg óskaplega venjuleg manneskja. Hún er hinsvegar frekar óvenjulegur pólitíkus að því leyti að hún þarf ekki að ganga í gegnum margra mánaða fjölmiðlaeinelti og vakna upp við fólk með haka og heykvíslar úti á lóð hjá sér til að átta sig á því að reitt fólk róast yfirleitt þegar því verður ljóst að hinum ‘seka’ er ekki skítsama um það hvaða áhrif orð hans og gjörðir hafa. Halda áfram að lesa

Hversu langt nær þagnarskylda?

Starfsfólk stofnana er bundið þagnarskyldu og lendir stundum í vandræðum með að svara fyrir sig þess vegna. Fólk sem á samskipti við stofnanir getur sagt sína hlið á sögunni í fjölmiðlum en starfsfólk, t.d. barnaverndarnefnda, sjúkrastofnana, skóla o.s.frv. getur ekki útskýrt það sem kann að vanta á söguna eða einu sinni leiðrétt rangfærslur, án þess að brjóta trúnað. Halda áfram að lesa

Þessvegna eiga fíflin að fá að kjósa

Ég er ekkert ‘forundrandi’ þótt fólk sem fyrir nokkrum mánuðum vildi helst þjóðaratkvæðagreiðslur um sem flest mál, ásaki forsetann nú um ‘einræðistilburði’. Þegar allt kemur til alls er fólk fífl og það er nú það sem menn óttast. Lýðræðið er hættulegt þar sem lýðurinn samanstendur af fíflum.  Halda áfram að lesa

Kaus ekki

Ég kaus ekki. Ég er þegar búin að slíta viðskiptasambandi við Ísland og gefa þannig mjög afdráttarlaust svar um að ég ætli ekki að greiða skuldir einkafyrirtækja sem ég hef aldrei gengist í neina ábyrgð fyrir. Mér finnst rétt að þeir sem ætla að búa á landinu áfram ráði því sjálfir hvort og hvernig þeir borga skuldir annarra. Ég myndi hinsvegar taka þátt í kosningu um málefni sem varða hagsmuni alheimsins. Halda áfram að lesa

Á ríkið að reyna að móta viðhorf fólks?

Tjásukerfið hjá Svartsokku er eitthvað beyglað svo ég ákvað að varpa fram vangaveltum mínum í kjölfarið á þessari grein hér.

Grein Svartsokku fjallar um persónunjósnir gagnvart fólk sem grunað er um að islamska öfgastefnu og hættu á að verða fyrir áhrifum af islamskri öfgastefnu. Hér er á ferðinni áhugavert ‘vandamál’. Persónunjósnir valdhafa eru í öllum tilvikum ógeðfellt, andlegt ofbeldi. Hinsvegar er ýmislegt í menningu öfgasinnaðra muslima sem einnig er ógeðfellt ofbeldi. Vítisenglar eru annað dæmi um öfgamenn sem ástunda ógeðfellt ofbeldi og hafa sætt persónunjósnum fyrir vikið.

Halda áfram að lesa

Hættur, farinn

Á meðan fólkið sem bauð sig fram til þingsetu undir merkjum umhverfisvænnar vinstri hreyfingar keppist við að koma meiri völdum á færri hendur, sitja kjósendur aðgerðalausir og bíða eftir að ‘eitthvað’ gerist. Þeir fáu sem nenna og þora að láta ‘eitthvað’ gerast, vita nú af reynslunni að þeir eru of fáir til að ná árangri. Ekki einu sinni kannabisræktendur ná almennilegum árangri og eru þeir þó öllu fleiri en aðgerðasinnar á Íslandi. Halda áfram að lesa

Gjöööörbreytt landslag

mbl.is 27 nýir þingmenn

Mikil bylting hefur orðið í íslenskum stjórnmálum.

Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur umboð 23,7% kjósenda til að halda áfram eyðileggingarstarfsemi sinni á íslenskri náttúru og efnahagslífi.

Lufsa hans Framsóknarflokkurinn, sem ásamt Sjálfstæðisflokknum rak hér um langt árabil efnahagsstefnu sem gerði okkur gjaldþrota auk þess að halda öllu sem máli skipti leyndu fyrir þjóðinni, fær 14,8%, samtals 38,5% atkvæða.

Halda áfram að lesa