Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.
Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa