Nokkrar athugasemdir við ræðu Geirs Jóns

Geir Jón var semsagt alls ekki að kynna niðurstöður skýrslunnar heldur bara að segja frá sinni eigin upplifun af búsáhaldabyltingunni.

Jahá? Og upplifun yfirmanns lögreglunnar hafði væntanlega engin áhrif á gerð skýrslunnar? Hvað ætli Sjálfstæðismönnum hefði fundist um það ef höfundar rannsóknarskýrslu Alþingis, hefðu sagt frá sinni upplifun af hruninu, áður en skýrslan var gerð opinber, á stjórnmálanámskeiði hjá Vinstri grænum, undir heitinu „Glæpur gegn velferðarkerfinu“? Halda áfram að lesa

Geir Jón kynnir búsóskýrsluna fyrir Sjálfstæðisflokknum

Þann 16. september sendi ég Stefáni Eiríkssyni, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu svohljóðandi tölvupóst:

Sæll Stefán

Ég óska hér með eftir upplýsingum um það hvert ég á að snúa mér til að fá afrit af nýútkominni skýrslu lögreglunnar um Búsáhaldabyltinguna. Ef þú getur sjálfur sent mér hana á þetta netfang þigg ég það með þökkum.

Kær kveðja
Eva Hauksdóttir Halda áfram að lesa

Fram, fram, aldrei að víkja

Þegar stóra Vantrúarmálið gegn Bjarna Randver kom upp, langaði mig að skrifa um það. Samúð mín var með Vantrú. Það varð ekkert af því að ég skrifaði pistil um málið, enda voru Matthías Ásgeirsson og Harpa Hreinsdóttir greinilega einfær um að halda umræðunni um þetta eina mál gangandi og rúmlega það, ekki vikum saman heldur í margamarga mánuði og svo enn fleiri mánuði. Ég hafði engu við að bæta og efast um að þeir séu margir sem hafa úthald til að lesa öll samskipti Matta og Hörpu gaumgæfilega. Halda áfram að lesa

Ekki svo slæmt að lemja konu ef maður á hana?

Athyglisvert er að bera mál Doningers saman við kynferðisbrotamál. T.d. mál nuddarans sem var á dögunum dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir nauðgun.

Nuddarinn misnotaði aðstöðu sína til að káfa á kynfærum viðskiptavinar. Setti fingur í leggöng hennar, sem er og á að vera refsivert. Halda áfram að lesa

Valdsorðaskak – Gestapistill eftir Pétur Þorsteinsson

Nú er það þannig að Ísland á engan her, ekkert bakland þjálfaðra bardagaþursa, til að tryggja völdin, líkt og aðrar þjóðir.

Eini hópurinn sem gæti tekið völdin í landinu á hluta úr degi er lögreglan. Það er ekki það sem stéttin hefur viljað hingað til – en lengi má manninn reyna… (Eða hvað?)

Tilvitnunin hér að ofan er niðurlag Feisbókar-glósu kunns lögreglumanns með langan starfsferil að baki. Halda áfram að lesa

Fangelsismálastofnun svarar bréfi

Ég hef ekkert legið á skoðunum mínum á ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins en það mega bæði Lögreglan og Fangelsismálastofnun eiga að þeim erindum sem ég hef sent þeim hefur verið svarað. Nú geta talsmenn stofnana yfirleitt ekki tjáð sig um mál tiltekinna einstaklinga og ég átti þessvegna aldrei von á því að fá fullnægjandi svar við þessu bréfi; ég sendi það aðallega til þess að koma til Fangelsismálastofnunar og fjölmiðla skilaboðum um spurningar sem brunnu á mér og fjölda annarra borgarara varðandi þetta mál. Halda áfram að lesa

Af hugvitssamlegum reikningsaðferðum Fangelsismálastofnunar

Ég er ekki búin að fá svar við bréfi mínu til Fangelsismálastofnunar sem ég birti síðasta  mánudagskvöld. Ég held þó að ég sé, með hjálp athugulla manna, búin að fá botn í það hversvegna Baldur Guðlaugsson er kominn í endurhæfingu á lögmannsstofu eftir aðeins hálft ár í fangelsi, þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Vandinn liggur í hugtakanotkun Fangelsismálastofnunar en hugtakið „afplánunartími“ virðist hafa a.m.k. tvær ólíkar merkingar. Halda áfram að lesa

Ráðherrann á ruslahaugunum

Fyrir réttri viku átti ég óformlegan og óskipulagðan fund með Innanríkisráðherra. Staðsetning þessa fundar okkar var táknræn; ég hitti ráðherrann af tilviljun á einni af endurvinnslustöðvum Sorpu.

Þegar ég sá ráðherrann á ruslahaugunum rifjaðist upp fyrir mér pistill sem Haukur Már Helgason skrifaði um málefni flóttamanna fyrir rúmu ári nokkrum árum. Heiti pistilsins var „Að fara út með ruslið“ en þar sem Haukur Már er því miður búinn að eyða blogginu sínu er hann ekki lengur aðgengilegur þar. Halda áfram að lesa

Lágstemmdi lögmaðurinn

Ríkissaksóknari vísaði máli Egils Einarssonar frá og þar sem almenningur veit ekki rassgat um málið þjónar kannski litlum tilgangi að velta fyrir sér réttmæti þessarar frávísunar. Í morgun sá ég umræður á DV (ég sé þær ekki lengur svo DV hefur væntanlega afmáð ummælin) þar sem m.a. kom fram að þótt málið væri ekki metið ákæruhæft bæri ekki að skilja það svo að ekkert refsivert hefði komið fram, það væri bara ekki nóg til sakfellingar. Mér finnst þetta einkennileg hugmynd. Ef sönnun um eitthvað refsivert finnst, þá dugar hún væntanlega til sakfellingar eða hvað? Halda áfram að lesa