Fyrirspurn til Fangelsismálastofnunar vegna afplánunar utan fangelsis

Ég var að senda tölvupóst á Fangelsismálastofnun. Vonandi fæ ég svar fljótlega.

Ég beini hér með eftirfarandi spurningum til Fangelsismálastofnunar:

1. Er það rétt sem fram kemur í fréttum Smugunnar að refsifanginn Baldur Guðlaugsson sé að afplána fangelsisdóm sinn utan fangelsis?

2. Ef svo er, hvernig samræmist það 47. grein laga um fullnustu refsinga?

3. Hversu mörg dæmi eru um það á síðustu 5 árum að vikið hafi verið svo langt frá almennum reglum þegar fangi hefur fengið að afplána hluta refsivistar utan fangelsis?

4. Hver tók ákvörðun um að Baldri skyldi gefinn kostur á afplánun utan fangelsis eftir svo stuttan tíma?

Með kveðju
Eva Hauksdóttiruð

Share to Facebook

12 thoughts on “Fyrirspurn til Fangelsismálastofnunar vegna afplánunar utan fangelsis

 1. Án þess að ég sé sérstakur sérfræðingur í þessu þá held að að hlutfall dæmdra manna sem fá að afplána hluta refsingar utan fangelsis með einhverju móti nálgist 100%, svo ég er ekki viss um að þetta séu réttu spurningarnar hjá þér.

 2. Ég spurði ekki hvert væri hlutfall þeirra sem fengju að afplána hluta refsingar utan fangelsis. Ég spurði hinsvegar hversu oft hefði verið vikið svona langt frá reglunum. Samkvæmt lögum þurfa menn nefnilega að hafa afplánað minnst ár áður en þeim er gefinn kostur á afplánun utan fangelsis.

 3. samkvæmt reglum þá á ekki að vera hægt að taka út dóm í samfélagsþjónustu sem er lengri en 6 mánuðir en sé hann 6 mán eða styttri geturu afplánað hann utan veggja og sinnt einhverri vinnu sem er úthlutuð og áhveðnir tímar á viku en hann er með 2ja ára dóm og fer beint í samfélagsþjónustu????

 4. Ég skrifaði áðan að mér findist ekkert að því að fólk fái að vinna sín störf innan fangelsisins en sé það rétt að hann sitji ekki inni þá er komin upp önnjur staða. Kannski hefur fangelsisstofnum komist að því að þessi fangi hafi hagað sér það vel en auðvitað hlýtur fanginn að sinna samfélagsþjónustu.

 5. Mér sýnist á öllu að hann sé að afplána utan fangelsis samkvæmt. 24. grein þannig að þetta fellur ekki undir samfélagsvinnu.

 6. „Fangelsismálastofnun getur veitt fanga sem afplánar refsingu leyfi til dvalar utan fangelsis til að stunda nám, vinnu eða starfsþjálfun ef það telst heppilegt sem þáttur í refsifullnustu eða til að búa fanga undir að afplánun ljúki. Forstöðumaður fangelsis ákveður í samráði við fangelsismálastofnun hvernig gæslu á fanganum skuli hagað í leyfinu. Slíkt leyfi er að jafnaði ekki veitt fyrr en fangi hefur afplánað þriðjung refsitímans, þó að lágmarki eitt ár.“

  Ekki liggur fyrir hvenær Baldur hóf störf hjá LEX en það getur ekki mögulega hafa verið síðar en rétt rúmu hálfu ári eftir að hann hóf afplánun, miðað við dagsetningu þessarar fréttar – http://www.vb.is/frettir/73411/. Hið minnsta er algjörlega ljóst að hann hóf störf eftir að hafa afplánað töluvert minna en eitt ár. Spurningar Evu eru því fyllilega réttmætar.

 7. Hann er ekki í samfélagsþjónustu. Í fyrsta lagi fá menn ekki að taka dóminn út í samfélagsþjónustu ef þeir hafa fengið meira en hálfs árs óskilorðsbundinn dóm en auk þess er vinna hjá einkafyrirtæki ekki samfélagsþjónusta. Mér finnst sjálfsagt að menn sem ekki eru hættulegir stundi vinnu utan fangelsis þótt þeir séu í afplánun, ég vil hinsvegar að allir sitji við sama borð og ég hef ekki heyrt um það áður að maður fái að fara á Vernd eftir að afplána aðeins fjórðung dóms í fanglelsi.

 8. Samkvæmt fréttum Smugunnar hefur hann verið að vinna hjá Lex í eina viku. Hann hóf afplánun þann 11. mars svo það eru réttir 6 mánuðir eða fjórðungur tímans sem hann sat í almennu fangelsi.

 9. Mér finnst ekki síður athyglisvert að maður sem enn er að afplána dóm vegna fjármálamisferlis skuli vera starfandi á lögmannsstofu. Er ég ein um þá skoðun?

Lokað er á athugasemdir.