Þessi færsla er hluti af pistlaröð.
Trúmenn og trúleysingjar ganga út frá svo ólíkum forsendum að það er nánast útilokað að halda uppi málefnalegri umræðu um trúmál. Hvers vegna erum við þá að reyna að tala saman? Halda áfram að lesa
Þessi færsla er hluti af pistlaröð.
Trúmenn og trúleysingjar ganga út frá svo ólíkum forsendum að það er nánast útilokað að halda uppi málefnalegri umræðu um trúmál. Hvers vegna erum við þá að reyna að tala saman? Halda áfram að lesa
Þessi færsla er hluti af pistlaröð.
Í fyrri pistlum talaði ég um hugmyndirnar um hið yfirskilvitlega og hugmyndina um Guð sem er í senn almáttugur, alvitur og algóður. Andlegur, hugsandi og persónulegur Guð er einnig þversögn því hugsun og tilfinningar eru náttúrulegs eðlis. Halda áfram að lesa
Þessi færsla tilheyrir pistlaröð.
Ástæðan fyrir því að ég trúi ekki á hið yfirskilvitlega er sú að hugmyndin er óþörf og skýrir ekkert. Önnur ástæða fyrir því að ég er trúlaus er sú að Guðshugmyndin sjálf er þversagnakennd og gengur ekki upp rökfræðilega. Hugmyndin um alveldi, alvisku, almætti og algæsku Guðs er jafn fáránleg og hugmyndin um ferhyrndan þríhyrning. Halda áfram að lesa
Þessi færsla tilheyrir pistlaröð.
Trúað fólk hefur stundum sakað mig um skort á hugmyndaauðgi vegna þess að ég tel að heimurinn sé fullkomlega náttúrulegur. En sú skoðun að trúleysi stafi af skorti á ímyndunarafli er byggð á misskilningi.
Þann 16. ágúst 2003 birti ég pistil um trúmálaumræðu á Annál. Efnið er sígilt en pistillinn var allt of langur til að henta sem bloggfærsla. Ég hef nú lagfært pistilinn lítillega og skipt honum niður í viðráðanlegar einingar sem ég ætla að birta hér á næstu dögum. Hér kemur fyrsti hlutinn og hér er tengill á pistlaröðina.
Halda áfram að lesa
Ég er meira en hneyksluð. Ég er sár. Sumarið 2000 vann ég sem fangavörður á Litla-Hrauni í sumarafleysingum. Ég man að einn fanganna fékk dagsleyfi til að fara á fæðingadeildina og taka á móti barninu sínu enda þótt hann hefði ekki setið inni í þetta ár sem er skilyrði þess að menn fái dagsleyfi. Honum var gerð rækileg grein fyrir því að þetta væri alger undanþága og mikil forréttindi. Annar fékk nokkurra klst. leyfi til að vera við jarðarför. Einn fékk ekki einu sinni leyfi til að fara í fylgd fangavarða til að heimsækja gröf eina vinar síns, jarðarför kom ekki til álita þar sem hann frétti ekki af dauða hans fyrr en búið var að jarða hann. Halda áfram að lesa
Á mælikvarða veraldarsögunnar er ekki ýkja langt síðan Íslendingar höfðu þann sið að hálshöggva morðingja og stjaksetja höfuð þeirra. Halda áfram að lesa
Ég hef ánægju af mat, finnst gaman að elda og borða svo til allan mat og mikið af honum. Enginn á mínu heimili hefur átt við offituvandamál að etja, þrátt fyrir rjómasósur og steiktan fisk og ég hef talið það merki um skynsamlega samsetningu fæðisins, enda vissi ég ekki betur en að við neyttum fæðu úr öllum fæðuflokkum í nokkurnveginn réttum hlutföllum. Ég hef svosem aldrei talið hitaeiningar eða velt hlutföllum fjörefna sérstaklega fyrir mér, enda engin næringarvandamál hrjáð okkur –hélt ég. Halda áfram að lesa
Mikið óskaplega finnst mér ósmekklegt hvað fjölmiðlar leggja sig mikið eftir fréttum af fæðingu síamstvíbura. Eiga fréttir af fötlun sem engin leið er að fyrirbyggja virkilega sérstakt erindi við almenning? Ég efast um að foreldrar og læknar yrðu hrifnir ef sjónvarps- og blaðamenn mættu á staðinn til að taka myndir í hvert sinn sem barn fæddist með vatnshöfuð, litningagalla eða aðra fötlun en þegar um samvaxna tvíbura er að ræða er engu líkara en heimurinn standi á öndinni af löngun til að berja afskræminguna augum og enginn virðist mótmæla.
Mér finnst dapurlegt þegar fólk er svo háð gemsanum sínum að það getur alls ekki slökkt á honum. Maður getur nánast aldrei verið viss um að fá að tala við vini sína í friði því maður getur alltaf átt von á að síminn hringi eða viðkomandi verði bara að svara sms skeyti, hvort sem maður er staddur heima eða á veitingahúsi. Reyndar finnst mér þetta gegndarlausa símamal oft beinlínis dónalegt. Halda áfram að lesa