„Líkamlega líður mér mjög vel. Þetta er gott hús og ég get farið í sund. Það er ágætt að fara í sund en það bara leysir ekkert vandamál mitt.
Greinasafn eftir:
Nú af hverju er þá bílstjórum snúið við?
Það er helbert rugl að þessi mótmæli hafi ekki valdið umferðartöfum. Lögreglan hefur þurft að snúa mörgum bílstjórum frá.
Sennilega á þessi frétt um engar tafir að breiða yfir ráðaleysi lögreglunnar sem er nú loksins að átta sig á því að það er bara mjög hæpið að lögreglan hafi rétt til að grípa inn í mótmælaaðgerðir af þessu tagi.
Hér á eftir fer skýring Saving Iceland á tiltækinu. Halda áfram að lesa
Ég skammast mín fyrir þessa forsetanefnu
Einu sinni kaus ég Ólaf Ragnar til að gegna forsetaembættinu og ég hef hingað til verið sátt við að hafa hann þótt mér finnist hann orðinn full þaulsetinn.
En nú er ég búin að skipta um skoðun. Ég vil ekki sjá það að maður sem styður mannréttindabrot Kínverja með því að þiggja partýboð og það m.a.s. boð þar sem tekið er fram að ákveðnir samfélagshópar séu ekki þóknanlegir. Hvað varðar bullið í honum um að árangur náist í mannrétindamálum með því að sýna harðstjórum virðingu (fyrir hvern fjandann á að virða þá?) þá auglýsi ég hér með eftir upplýsingum um það hvenær í veraldarsögunni stjórnvöld hafa hætt við útrýmingu þjóða, þjóðarbrota eða samfélagshópa og aflagt dauðarefsingar, pyndingar og önnur mannréttindabrot, fyrir kurteisleg tilmæli frá viðhlæjendum sínum.
Ég fær ekki betur séð en að það sem hingað til hefur skilað árangri séu viðskiptaþvinganir og fordæming alþjóðasamfélagsins. Ekki verður séð að mannréttindi í Kína hafi fengið meira vægi þótt við höfum boðið fjöldamorðingjanum Jiang Zemin til veislu. Það kom mér ekki svo mikið á óvart á sínum tíma þótt Halldór Ásgrímsson teldi það við hæfi að snudda utan í hann en Ólafur veldur mér virkiega vonbrigðum.
Ég skammast mín fyrir að hafa þetta sem forseta.
![]() |
Götum lokað vegna embættistöku |
Mótmælandi bara til að vera á móti?
Eiríkur Harðarson skrifar tjásu við færslu sem ég birti í gær. Athugasemdin er svohljóðandi
Samkvæmt höfundarboxlýsingu þinni, kemur fátt annað upp í hugann en að þú hreinlega sért mótmælandi til að geta verið á MÓTI. þeim mun meira sem ég kynni mér málin, þá sækir æ fastar á huga minn að fólk“ekki allir“ telji það vera svo COOL.
Eiríkur er ekki sá fyrsti sem viðrar þetta viðhorf til svokallaðra mótmælenda, og finnst mér við hæfi að gefa greinargott svar.
Hversvegna eru þau að þessu? SI stöðvar jarðhitaborun
,,Orkuveita Reykjavíkur fjárfestir í landi langra lista mannréttindabrota!”
HELLISHEIÐI – Í morgun stöðvaði umhverfishreyfingin Saving Iceland vinnu við eina af helstu jarhitaborholum á Hengilsvæðinu, þar sem Orkuveita Reykjavíkur stækkar nú Hellisheiðarvirkjun. Um 20 aktívistar hafa læst sig við vinnuvélar og klifrað upp á borinn til að hengja upp fána sem segir ,,Orkuveita Reykjavíkur burt frá Hellisheiði og Jemen”. Hópurinn hafði einnig í huga að fara í stjórnstöðvarherbergi svæðisins. Halda áfram að lesa
Lagði smábörn í veg vinnuvéla
Samarendra Das heimsótti mig í morgun. Við spjölluðum lengi saman og hann sýndi mér heimildamynd sem hann gerði um ástandið í Orissa.
Saving Iceland í höfuðstöðvum Landsvirkjunar
FYRIRHUGUÐUM VIRKJUNUM Í ÞJÓRSÁ OG SAMSTARFI VIÐ ALCOA MÓTMÆLT
REYKJAVÍK – Í morgun fóru 30 aktívistar frá Saving Iceland hópnum inn í höfuðstöðvar Landsvirkjunnar, Háaleitisbraut 68, og trufluðu vinnu til að mótmæla fyrirhuguðum Þjórsárvirkjunum og samstarfi fyrirtækisins við Alcoa. Fyrr í morgun vatki Saving Iceland Friðrik Sophusson, forstjóra Landsvirkjunnar og afhenti honum brottfarartilkynningu (sjá hér). Halda áfram að lesa
Svar til Sigurjóns
Á bloggsíðu Heimis L. Fjeldsted hefur skapast áhugaverð samræða milli mín og Sigurjóns Vilhjálmssonar um áliðnaðinn. Þar sem við Sigurjón erum komin nokkurn veg frá efninu sem Heimir lagði upp með, finnst mér hálf óviðkunnanlegt að einoka bloggið hans undir þá samræðu. Ég kýs því að svara Sigurjóni hér. Halda áfram að lesa
Vikuleg mengunarslys
Íslenska viðskiptaundrið
Eins og kapítalismi er falleg hugmynd þá bara strandar hann á nákvæmlega sama vandamáli og kommúnismi; vald spillir.
Þetta er bara eitt nærtækt dæmi um það hversu auðvelt er að slá ryki í augu okkar í krafti valds og peninga. Ég veit ekki hverjir eiga heiðurinn af myndbandinu en ekki hef ég séð RÚV taka þessar upplýsingar saman á svona aðgengilegan hátt. Myndbandið rennir stoðum undir þá hugmynd að eina leiðin til lýðræðis sé aðhald og eftirlit almennings.