Og sómi þinn líka

Vegna þess að í hjarta hvers manns býr lítill eiginhagsmunaseggur og hann er mjög fær í því að ljúga að sjálfum sér. Vegna þess að allt hefur sinn verðmiða. Vegna þess að það getur hent hvern mann að selja sál sína og sannfæringu óafvitandi. Vegna þess að flestir telja sig betri manneskjur en þeir raunverulega eru. Halda áfram að lesa

Bréf sem fulltrúum ríkisstjórnarinnar var afhent í morgun

TIL RÍKISSTJÓRNAR ÍSLANDS

-Nokkrar spurningar frá skrílnum sem á að greiða neyðarlánið frá AlþjóðagjaldeyrissjóðnumKæru ráðherrarFyrri ríkisstjórn ákvað, án samráðs við okkur sem eigum að borga brúsann að taka lán hjá þeirri illræmdu stofnun Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Núverandi ríkisstjórn hefur hvorki afþakkað lánið né borið þessa ákvörðun undir okkur –sem eigum að borga. Halda áfram að lesa

Loksins skýr svör varðandi AGS

Sendinefnd AGS (les. fjárhaldsmenn ríkissjóðs) koma í dag til að fylgjast með því að ráðamenn okkar hafi rænu á að vinna vinnuna sína og segja þeim hvernig þeir eigi að stjórna landinu. Það er út af fyrir sig ágætt að þeir fá aðstoð við það en þar sem ‘ráðgjöf’ AGS til flestra þjóða sem hafa fengið neyðarlán, hefur falið í sér þvingun um að einkavæða ríkisfyrirtæki, koma á einokun bandarískra stórfyrirtækja og selja auðlindir (og þannig kippt grunninum undan sjálfstæði þessara ríkja) eru ekki allir jafn hrifnir af því að fá þessa ráðgjafa yfir okkur. Halda áfram að lesa

Skýr svör um aðgerðir vegna fjárhagsvanda heimilanna

Á þeim ágæta vef, island.is, er að finna skýr svör um það hvernig Íslandi verður stýrt fimlega út úr efnahagsvandanum. Svörin eru að vísu ekki öll á vefnum sjálfum en þar eru þá tenglar sem nota má til að rekja sig að svarinu. Það var þannig sem ég fann svarið við því hvað ríkisstjórnin mun gera til að hjálpa mér þegar íbúðin mín fer á nauðungaruppboð. Halda áfram að lesa

Þar féll eitt vígið enn

Ég brást ókvæða við Borgarahreyfingunni. Ekki málefnunum, sem eru stórfín. Ekki heldur því að vinstri sinnað fólk skuli stofna pólitískan flokk sem mun verða til þess að Sjálfstæðisflokkurinn kemst aftur til valda eftir nokkrar vikur. (Ekki svo að skilja að vinstri stjórn með alla sína forræðishyggju sé æskileg, tilhugsunin er bara aðeins minna ógeðsleg en endalaus einkavæðing, stóriðja og leynimakk.) Að sjálfsögðu er hverjum sem er heimilt að stofna stjórnmálaflokk og enginn hefur rétt til að gagnrýna neinn fyrir það. Halda áfram að lesa

Bráðaofnæmi – minn rass!

Bráðaofnæmi hvað? Hvað með ilmefni, skinnfatnað og annað sem einhver gæti hugsanlega haft bráðaofnæmi fyrir? Ef þetta snerist raunverulega um hættuna á bráðaofnæmi, hefði verið lítið mál að hengja upp tilkynningu með aðvörun. Það er augljóslega einhver önnur ástæða að baki þessari afskiptasemi heilbrigðiseftirlitsins. Hugsanlega bara hreinlætisfasismi. Í mörgum borgum Evrópu getur fólk tekið hunda með sér inn á krár og ýmsa staði þar sem hundar eru ekki umbornir á Íslandi, og ekki hef ég trú á að bráðaofnæmi gegn hundum sé neitt algengara hér en annarsstaðar. Halda áfram að lesa