Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.
Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.
Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.
Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.