Leiðrétting á orðum mínum í Silfrinu

Feministahlutinn af viðtalinu er kominn inn á yourtube, þakka þeim sem klippti.

Mér urðu á ein mistök í þessu viðtali, ég sagði að viðhorfskönnunin hefði komið út í janúar 2011 en átti við janúar 2012. Klámbæklingurinn kom út í mars á þessu ári.

Einhverstaðar sá ég umræðu þar sem ákveðinn misskilningur kom fram, semsagt sá að viðhorfskönnunin sem ég vísa til sýndi að 2% hefðu orðið fyrir kynferðislegri áreitni en ekki 0,2%. Hér er um að ræða 2% af 9%. Halldóra nokkur Gunnarsdóttir starfar hjá Mannréttindaskrifstofu Reykjavíkurborgar, en hún er einnig leiðbeinandi höfundar klámbæklingsins, og í ritsjórn hans. Einar Steingrímsson hafði samband við hana og spurði út í þetta og Halldóra staðfesti að það væri rétt skilið að tölurnar táknuðu að ca 0,2% hefðu upplifað líkamlega kynferðisáreitni og innan við 0,3% hefðu upplifað kynferðisáreitni í orðum.

Ég tek fram að það er alveg hugsanlegt að viðhorfskönnunin gefi ekki rétta mynd en á meðan engar aðrar upplýsingar liggja fyrir en þær að innan við þrír af hverjum þúsund starfsmönnum Reykjavíkurborgar finni fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni, þá finnst mér ástæða til að spyrja hversvegna þeir sem eiga að standa vörð um mannréttindi leggi ofuráherslu á að leita að klámi.

Hvaða hæfileika þarf forseti að hafa?

Ég get hugsað mér skilvirkara stjórnarfar en lýðræði og ef ég tryði á fyrirbærið „fullkomin manneskja“ þá vildi ég taka upp menntað einræði. Gallinn er sá að jafnvel þótt til kunni að vera manneskja sem engin hætta er á að misnoti slíkt vald hefur sú hin sama sennilega nógu mikla óbeit á fáræði til þess að vera  ófáanleg til að gegna slíkri stöðu. Þessvegna vil ég sem mest lýðræði, enda þótt fólk sé að jafnaði vanhæft, því ég held að vanhæfni margra jafningja sé minna skaðleg en vanhæfni eins yfirboðara. Halda áfram að lesa

Hvað sagði Hulda Elsa?

Ég þoli ekki kjaftasögur. Þ.e.a.s. þegar um er að ræða sögur sem koma almenningi við, þá þoli ég ekki að fá það ekki á hreint hvort er einhver fótur fyrir þeim og hver hann er þá.

Nú gengur saga um að Hulda Elsa Björgvinsdóttir, hafi verið að tjá sig um nauðgunarákæru á hendur Agli Einarssyni og unnustu hans, í kennslu í HR.

Ég er sannarlega enginn aðdáandi ríkissaksóknara og tilbúin til að trúa öllu illu upp á það embætti en þetta er fjandinn hafi það of seigur biti til að hægt sé að kyngja honum hráum.  Vill einhver sem var í þessum tíma vessgú segja okkur hvaða smáfjöður varð að fimm hænum í þessu tilviki?

Eftir hverju er ríkissaksóknari að bíða?

Þjóðþekktur maður og ung unnusta hans liggja undir grun um að hafa framið svívirðilegan glæp. Meira en þrír mánuðir eru liðnir síðan stúlkan lagði fram kæru. Á þessum 14 vikum sem liðnar eru frá því að málið komst í fjölmiðla, hefur lögreglan sent málið til ríkissaksóknara, sem aftur henti málinu í lögguna. Löggan  hefur væntanlega komist að þeirri niðurstöðu að málið sé dómtækt því nú berast fréttir af því að ríkissaksóknari ætli að taka sér tvo mánuði í að ákveða hvort hún gefur út ákæru eður ei. Halda áfram að lesa

Að taka afstöðu

Uppskrift að áburði:

Finnum gamlan, botnfallinn skít. Hrærum rækilega upp í honum og dreifum soranum sem víðast svo öruggt sé að drullan lendi í sem flestum hálfgrónum sárum.

Jafnvel þótt útilokað sé að eyða leðjunni og eina leiðin til að hreinsa vatnið sé sú að leyfa henni að setjast, höldum þá áfram að hræra upp í skítnum. Berum svo mykjuna á túnið. Halda áfram að lesa