Ég hef ekkert legið á skoðunum mínum á ofbeldisstofnunum ríkisvaldsins en það mega bæði Lögreglan og Fangelsismálastofnun eiga að þeim erindum sem ég hef sent þeim hefur verið svarað. Nú geta talsmenn stofnana yfirleitt ekki tjáð sig um mál tiltekinna einstaklinga og ég átti þessvegna aldrei von á því að fá fullnægjandi svar við þessu bréfi; ég sendi það aðallega til þess að koma til Fangelsismálastofnunar og fjölmiðla skilaboðum um spurningar sem brunnu á mér og fjölda annarra borgarara varðandi þetta mál. Halda áfram að lesa
Greinasafn eftir:
Lára Hanna og vefvarpið
Lára Hanna Einarsdóttir er einn af bestu fréttamönnum Íslands. Ég hef reyndar ekki séð nein skrif frá henni um klæðleysi fræga fólksins eða annað það sem nær efstu sætum vinsældalistanna í andverðleikasamfélagi íslenskra fjölmiða en ólíkt meirihluta fréttamanna vinnur hún almennilega heimildavinnu. Hún kafar oftast miklu dýpra í málin en flest fjölmiðlafólk og er ötul við að grafa upp gamla atburði og setja þá í samhengi við ný mál. Fáir hafa verið jafn iðnir við að nota þá aðferð til að varpa ljósi á heildarmyndina. Halda áfram að lesa
Af hugvitssamlegum reikningsaðferðum Fangelsismálastofnunar
Ég er ekki búin að fá svar við bréfi mínu til Fangelsismálastofnunar sem ég birti síðasta mánudagskvöld. Ég held þó að ég sé, með hjálp athugulla manna, búin að fá botn í það hversvegna Baldur Guðlaugsson er kominn í endurhæfingu á lögmannsstofu eftir aðeins hálft ár í fangelsi, þrátt fyrir að hafa fengið tveggja ára óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Vandinn liggur í hugtakanotkun Fangelsismálastofnunar en hugtakið „afplánunartími“ virðist hafa a.m.k. tvær ólíkar merkingar. Halda áfram að lesa
Bréf til fangelsismálastjóra
Fangelsismálastofnun hefur ekki svarað nokkrum spurningum sem ég sendi henni í gær og varða fréttir af því að refsifangi afpláni dóm utan fangelsis. Í dag hefur komið fram í fréttum að talsmenn stofnunarinnar muni ekki tjá sig um einstök mál svo ég á ekki von á þvi að fá fullnægjandi svör við þeim spurningum mínum sem varða Baldur Guðlaugsson. Ég mun því ekki spyrja frekar um mál Baldurs þótt það sé vissulega áhugavert, heldur óska ég svara þinna við nokkrum spurningum sem ekki varða ákveðna einstaklinga en tengjast upplýsingum sem Smugan hefur eftir þér um almennar reglur. Halda áfram að lesa
Fjölmiðlar vilja vera klikkaðir í máli Baldurs (og bara almennt)
Fréttir af því að Baldur Guðlaugsson sé farinn að vinna á lögmannsstofu verjenda sinna hefur vakið töluvert umtal á netmiðlum og sýnist sitt hverjum. Sumir óska manninum til Helvítis en aðrir til hamingju. Halda áfram að lesa
Fyrirspurn til Fangelsismálastofnunar vegna afplánunar utan fangelsis
Ég var að senda tölvupóst á Fangelsismálastofnun. Vonandi fæ ég svar fljótlega.
Ég beini hér með eftirfarandi spurningum til Fangelsismálastofnunar: Halda áfram að lesa
Hvaða lög gilda á skólalóðinni?
Þetta er aldeilis stórkostleg lausn eða þannig. Foreldrar krakka sem vilja taka þátt í þessum jackass-leik þurfa semsagt annaðhvort að gefa það skriflegt að þeir samþykki ofbeldisleik eða þá að taka fram fyrir hendurnar á hálffullorðnu fólki með þeirri niðurlægingu sem það hefur í för með sér fyrir unglinginn. Halda áfram að lesa
Er verið að reyna að gera flóttamenn að aumingjum?
Ég sé ekki betur en að væri hægt að spara íslenskum skattgreiðendum verulegar fjárhæðir með því að fá inn fleiri innflytjendur, fólk sem getur farið að skila pening í ríkiskassann strax eða stuttu eftir að það kemur til landsins. Einnig mætti spara drjúgan pening með því að leyfa flóttamönnum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða þess að hælisumsókn verði afgreidd. Fyrir því virðist þó ekki vera mikill áhugi.
Sjálf þekki ég vel dæmi flóttamanns sem sótti um kennitölu þann 29. júlí sl. Hann er með atvinnuloforð en fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann er kominn með kennitölu. Þessi maður er að því leyti heppinn að hann á vini sem sjá honum farborða en almennt eiga flóttamenn sem bíða afgreiðslu eiga enga möguleika á að lifa af aðra en þá að þiggja húsaskjól og framfærslueyri í Reykjanessbæ. Flestir í hans sporum væru því búnir að gefast upp á og farnir á Fit og atvinnurekendur sem vilja ráða fólk til starfa geta heldur ekki beðið endalaust.
Af hverju fær maðurinn ekki kennitölu? Er starfsfólk Útlendingastofnunar, sem sjálft hefur kostað samfélagið meira fé en nokkur fljóttamaður eða innflytjandi, beinlínis að bíða eftir því að hann gefist upp og gerist hreppsómagi á Reykjanessbæ? Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir innflytjendur og flóttamenn hafa verið neyddir til að gerast bótaþegar á undanförnum árum
Að gera flóttamenn að aumingjum
Eftir meira en 13 mánuði í felum hefur flóttamaðurinn Mouhamed Lo loksins fengið því framgengt að mál hans verði tekið fyrir á Íslandi. (Ástæðan fyrir því að hann fór í felur er útskýrð hér.) Halda áfram að lesa
Hvað gerist nú í máli Mouhameds?
Þótt Mouhamed Lo eigi ekki lengur á hættu að vera sendur til Noregs er málinu síður en svo lokið. Það sem getur gerst er eftirfarandi:
-Útlendingastofnun getur ákveðið að senda hann til Máritaníu. Það er mjög ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Íslendingar hafa hingað til látið aðrar þjóðir um að taka ábyrgð á slíkum voðaverkum. Halda áfram að lesa