Ég sé ekki betur en að væri hægt að spara íslenskum skattgreiðendum verulegar fjárhæðir með því að fá inn fleiri innflytjendur, fólk sem getur farið að skila pening í ríkiskassann strax eða stuttu eftir að það kemur til landsins. Einnig mætti spara drjúgan pening með því að leyfa flóttamönnum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða þess að hælisumsókn verði afgreidd. Fyrir því virðist þó ekki vera mikill áhugi.
Sjálf þekki ég vel dæmi flóttamanns sem sótti um kennitölu þann 29. júlí sl. Hann er með atvinnuloforð en fær ekki atvinnuleyfi fyrr en hann er kominn með kennitölu. Þessi maður er að því leyti heppinn að hann á vini sem sjá honum farborða en almennt eiga flóttamenn sem bíða afgreiðslu eiga enga möguleika á að lifa af aðra en þá að þiggja húsaskjól og framfærslueyri í Reykjanessbæ. Flestir í hans sporum væru því búnir að gefast upp á og farnir á Fit og atvinnurekendur sem vilja ráða fólk til starfa geta heldur ekki beðið endalaust.
Af hverju fær maðurinn ekki kennitölu? Er starfsfólk Útlendingastofnunar, sem sjálft hefur kostað samfélagið meira fé en nokkur fljóttamaður eða innflytjandi, beinlínis að bíða eftir því að hann gefist upp og gerist hreppsómagi á Reykjanessbæ? Mér þætti fróðlegt að vita hversu margir innflytjendur og flóttamenn hafa verið neyddir til að gerast bótaþegar á undanförnum árum