-Skil ég rétt að þú sért sátt við þetta fyrirkomulag eins og það er, en hafir áhyggjur af því að ég taki upp á því að gera meiri kröfur? spurði ég.
-Já, ég get ekki neitað því. Þú virðist vilja meira. Svo hef ég líka velt því fyrir mér hvernig þetta yrði ef við eignuðumst barn.
-Ég held að þú þurfir ekki að hafa neinar áhyggjur af því. Hann vill ekkert eignast barn með þér, sagði ég. Halda áfram að lesa
Vissu ekki betur!
Hér er uppeldisráð fyrir opinskáa foreldra sem vilja ræða ALLAN PAKKANN við börnin sín.
Í beinu framhaldi langar mig að bera eitt mál undir lesendur:
-Er það almenn skoðun að skaðleg hegðun sé afleiðing af fáfræði?
Hlýðni við yfirvöld er skaðleg
Múgurinn er nánast heiladauður af þeirri gnægð brauðs og leika sem honum er tryggður. Hann myndi vissulega vakna ef öllum pizzastöðum yrði lokað á einu bretti og skrúfað fyrir alla „raunveruleikaþætti“ um leið. Hinn raunverulegi raunveruleiki snertir hann hinsvegar ekki. Ekki á meðan þessum frumþörfum hans er fullnægt.
Það er verið að eyðileggja jörðina okkar. Þeir sem eru ábyrgir fyrir því hafa nöfn og kennitölur og við vitum hvar þeir búa. Það sem okkur vantar er ekki hlýðni við yfirvöld heldur röggsamur meindýraeyðir.
Þriðja hjólið
Mig langar bara að tala við þig, ég ætla ekki að biðja þig að hætta að hitta hann og ég ætla ekki vera með nein leiðindi, sagði hún og þar sem málið kom henni við og þar sem kaffihús eru orðin reyklaus, samþykkti ég að hitta hana þótt mér væri það lítið tilhlökkunarefni. Halda áfram að lesa
Dugar ekki
Ég er ánægð með Svandísi þótt þetta breyti svosem engu. Það er með öllu óþolandi að eigendur fyrirtækisins séu leyndir upplýsingum um orkuverð. Þetta er klassískt dæmi um pólitíska ákvörðun sem hefur það eina markmið að tryggja völd og hagsmuni ákveðins forréttindahóps.
Krafa Svandísar um að leyndinni verði aflétt og ákvörðun hennar um að ganga út, fremur en að liggja á upplýsingum, mun engu breyta í sjálfu sér en getur kannski orðið til þess að vekja einhverja til umhugsunar. Mótmæli á Austurvelli munu heldur ekki breyta neinu. Til þess að við fáum að sjá tölur þarf beinar aðgerðir.
Í leyfisleysi
Hamrað er á því í fjölmiðlum að hópurinn sem safnaðist saman á Snorrabrautinni í gær hafi ekki haft leyfi fyrir göngunni. Síðan hvenær þarf fólk sérstakt leyfi til að ganga um götur borgarinnar? Á hvaða forsendu var þessu fólki bannað að ganga niður Laugaveginn? Halda áfram að lesa
Kynfræðsluruglið
Í gær svaraði ég Lindubloggi um hina brýnu þörf á kynfræðslu í foreldrahúsum, við litlar vinsældir. Stend þó á því fastar en fótunum að endalaust blaður um kynferðismál sé unglingnum í skársta falli gangslaust og oftar en ekki dulbúin tilraun foreldra og samfélags til að ráðskast með einkalíf unga fólksins.
