Dugar ekki

Ég er ánægð með Svandísi þótt þetta breyti svosem engu. Það er með öllu óþolandi að eigendur fyrirtækisins séu leyndir upplýsingum um orkuverð. Þetta er klassískt dæmi um pólitíska ákvörðun sem hefur það eina markmið að tryggja völd og hagsmuni ákveðins forréttindahóps.

Krafa Svandísar um að leyndinni verði aflétt og ákvörðun hennar um að ganga út, fremur en að liggja á upplýsingum, mun engu breyta í sjálfu sér en getur kannski orðið til þess að vekja einhverja til umhugsunar. Mótmæli á Austurvelli munu heldur ekki breyta neinu. Til þess að við fáum að sjá tölur þarf beinar aðgerðir.