Um hvað snýst þungunarrofsfrumvarpið?

Tæpra 20 vikna fóstur. Barn eða frumukökkur?

Umræðan um þungunarrofsfrumvarpið einkennist af þekkingarleysi, tvískinnungi og einbeittum skorti á vilja til þess að viðurkenna hvað málið snýst um – nefnilega það hvernig við skilgreinum manneskju. Ég hef ekki gert upp við mig sjálf hvar eðlilegast væri að draga mörkin. Mig langar hinsvegar að gera athugasemir við nokkrar vafasamar fullyrðingar sem eru áberandi í þessari umræðu. Halda áfram að lesa

Slökkviliðið má ekki mismuna körlum

Nú er verið að slaka á kröfum um líkamlegt atgervi slökkviliðmanna. Af fréttinni að dæma er það ekki gert af því að þörfin fyrir líkamsstyrk og úthald hafi minnkað. Nei, það á að leiðrétta ruglið sem hlaust af þeirr arfavitlausu stefna að bjóða upp á kynjamismunun í nafni kynjajafnréttis. Halda áfram að lesa

Píkuöfund

Ég veit ekki frá hvaða atburði þessi mynd er eða hver tók hana. Fannst hún bara viðeigandi því hún er áreiðanlega móðgandi fyrir þær konur sem eru ekki með píku

 

Háskóli í Michigan hefur ákveðið að uppfærsla á „Píkusögum“ (The Vagina Monologues) verði ekki sviðsett. Verkið fer eitthvað öfugt ofan í pólitísku rétttrúnaðarkirkjuna. Það yrði víst mismunun gagnvart ákveðnum hópi kvenna ef það færi á fjalirnar. Nefnilega þeim konum sem eru ekki með píku. Ég hélt fyrst að þetta væri grín en það eru víst fleiri skólar sama sinnis. Halda áfram að lesa

Tilraun til þöggunar

Andartak hélt ég að ég hefði rekist á viðræðuhæfan femínista. Kvenréttindakonu sem í stað þess að ausa skít yfir Jón Steinar Gunnlaugsson, vildi fara þá leið að skoða rök hans og dæma hann út frá þeim. En mér skjátlaðist. Enda þótt viðkomandi femínisti stillti sig um að nota ónefni og óska honum dauða, reyndist markmið hennar eitthvert allt annað en að skoða gögnin. Halda áfram að lesa

Fjórtán einkenni femínisma (Kyndillinn)

Efst á baugi

Það hefur ekki farið fram hjá þeim sem fylgjast með skrifum mínum að ég er hreint ekki hrifin af þeim feminisma sem hefur tröllriðið íslenskri samfélagsumræðu á síðustu árum. Ég er oft sökuð um að setja alla feminista undir sama hatt, en þeir séu nú svo margir og misjafnir. En það skiptir í sjálfu sér litlu hversu margir og misjafnir þeir eru. Það sem skiptir máli er það hvaða viðhorf heyrast og hafa áhrif.

Til er áhugafólk um kynjapólitík sem tekur ekki nema að litlu leyti undir þær hugmyndir sem einkenna feministahreyfinguna. Halda áfram að lesa

Þörf fyrir andfemínisma

Það er alveg sama hvaða hugmyndakerfi við skoðum, það er alltaf einhver sannleikskjarni í hugmyndafræði sem á annað borð nær útbreiðslu. Kalvínismi, Islam, Stalínismi, Fasismi … það er alltaf eitthvert óréttlæti sem veldur því að kúgandi kerfi öðlast virðingu og talsmenn þess komast til valda og taka að kúga aðra. Það á einnig við um femínismann. Halda áfram að lesa