Fólk er bara alveg hætt að lesa!

Nú eru bókaútgefendur víst alveg að missa sig yfir þverrandi bóksölu. Það er varla fréttnæmt að dregið hafi úr sölu pappírsbóka, bara það sem við var að búast. Viðbrögð þeirra sem hafa tekjur af bókaútgáfu eru skiljanleg, það er vesen að þurfa að finna nýja tekjulind. Áhyggjurnar af forheimskun lýðsins eru hinsvegar dálítið hjákátlegar. Ályktunin sem dregin er af sölutölum er í hnotskurn þessi: Fólk er bara hætt að lesa!  Halda áfram að lesa

Með dúndrandi hjartslátt í fyrsta prófinu, eftir 30 ára hlé frá námi

Sigríður Guðný Björgvinsdóttir lauk námi í landfræði 2012 og starfar nú við fornleifaskráningu hjá Menningarmiðstöð Hornafjarðar. Í viðtali við Kvennablaðið segir Sigríður frá starfi sínu og þeirri ákvörðun sinni að afla sér háskólamenntunar eftir nær þriggja áratuga hlé frá námi.  Halda áfram að lesa

Afnemum skólaskyldu

Stærðfærðitími eftir Leonóru Dan

Þegar ég segist vilja afnema skólaskyldu rekur fólk upp stór augu. Eða þá að það rúllar augunum. Hugmyndin þykir fráleit. Menn sjá fyrir sér hroðalegt óreiðusamfélag þar sem stór hluti þýðisins er ólæs og gerir helst ekkert annað en að spila tölvuleiki og reykja hass. Halda áfram að lesa

Af hverju ættu kennarar að fá að græða á nemendum?

books-21849_640-688x451

Í síðasta pistli stakk ég upp á því að háskólakennarar veittu nemendum sínum, og öðrum eigendum Háskóla Íslands, rafrænan aðgang að því námsefni sem þeir útbúa, endurgjaldslaust. Ég hefði reyndar átt að taka fram að ég átti eingöngu við akademíska starfsmenn við ríkisháskóla, það eru auðvitað fleiri sem skrifa námsbækur. Halda áfram að lesa

Samræmd viðhorfapróf?

Það er ekki ný hugmynd að stofnanir ríkisins eigi að móta áherslur í siðferðilegu uppeldi barna. Kirkjan hafði til skamms tíma svo til óheftan aðgang að skólabörnum og grunnskólum var bókstaflega ætlað að ala börn upp í guðsótta og góðum siðum.

a_modern_village_school-_education_in_cambridgeshire_england_uk_1944_d23624-300x296 (1)Hversu mikinn árangur það bar vitum við lítið um. Önnur viðhorf en hin kristilegu voru ekkert uppi á borðinu og flest börn hefðu líklega tileinkað sér kristindóminn þótt skólinn hefði aldrei nefnt hann einu orði. Við vitum aftur á móti að margt fólk sem ólst upp í þessu andrúmslofti, og fékk fínar einkunnir á kristnifræðiprófum, gekk af trúnni. Við vitum að margt fólk sem nú er á miðjum aldri og ólst upp við bænahald í skólum neitaði að fermast eða skráði sig úr Þjóðkirkjunni síðar. Í sumum tilvikum hefur þetta fólk barist ötullega gegn trúarlegri innrætingu í skólum, með þeim árangri að það þykir ekki lengur við hæfi að skólar skipti sér af trúaruppeldi barna. Halda áfram að lesa

Hinsegin fræðsla frá fyrsta bekk og uppúr?

börn2

„Hinsegin fólk“ hefur verið ofsótt í gegnum tíðina og þótt ótrúlega mikið hafi unnist sætir það enn fordómum. Nú á að uppræta þá fordóma með því að búa til sérstaka námsgrein fyrir grunnskólabörn – hinseginfræðslu. Ekki fræðslufund fyrir unglinga heldur námsefni fyrir börn frá fyrsta bekk og upp úr. Halda áfram að lesa