Enn brillerar Björn

Björn marskálkur fer nú eiginlega aðeins yfir strikið með dagbókarfærslu sinni í gær. Ingibjörg Sólrún reynir að krafsa í bakkann fyrir hans hönd, með því að biðja Ítali að sýna Paul Ramses skárri framkomu en Íslendingar hafa gert, og marskálkurinn reynir að slá sjálfan sig til riddara fyrir að hafa ekki sett sig á móti því.

Hverjum datt í hug að setja þetta í sæti dómsmálaráðherra?

Þetta mál verður ekki unnið með nokkurra daga bloggröfli. Ef okkur er alvara með að láta ekki stofnanir samfélagsins gera okkur meðsek um morð þá gerum við meira en að tala.

Atieno veit ekkert hvað bíður hennar, annað en það að hún fær ekki að vera hér. Við getum komið í veg fyrir að hún verði send úr landi. Spurningin er bara hvort nógu margir vilja það.

Fress

-Jæja. Ertu búin að fagna endurheimt kynhvatar þinnar? spurði Grái Kötturinn.
-Það er aldeilis að þú kemur þér að efninu, hnussaði ég.
-Mjaaat, Ég kunni ekki við að tvístíga í kringum grautarpottinn og mér finnst mér koma þetta við.
-Jæja, og hvernig rökstyður þú það? Halda áfram að lesa

Allt með kyrrum kjörum

Við heyrum dásamlegar fréttir af því að allt sé með kyrrum kjörum í Kenía. Kibaki og Odinga saman í stjórn og allir góðir vinir. Ekki veit ég í hvaða raunveruleikaþætti þeir lifa sem trúa því í alvöru að það þurfi ekki meira en 4 mánuði til að koma á eðlilegu ástandi í landi þar sem blóðug átök hafa geysað og fjöldi manna flúið heimili sín og svarnir andstæðingar sitja saman í ríkisstjórn. Halda áfram að lesa

To be or no to be

Í gær var ég spurð að því hversvegna ég hefði aldrei farið út í pólitík. Málið er að ég ER í pólitík. Bara ekki flokkspólitík.

Mér hefur alltaf líkað stórilla að vera undir stjórn annarra, hvortheldur er í vinnu eða annarsstaðar. Ég hef heldur ekki haft neinn áhuga á því að stjórna öðrum. Þ.e.a.s. mér finnst gaman að hafa áhrif (og eins að finna hvernig aðrir hafa áhrif á mig), en ég hef aldrei verið mikið fyrir að gefa skipanir. Í minni útópíu tekur bara hver og einn ábyrgð á sínu lífi og sínu starfi og skiptir sér sem minnst af öðrum nema viðkomandi biðji um það eða þarfnist hjálpar og það gengur auðvitað ekki alveg upp í veruleikanum.

Ég hef sömu afstöðu til stjórnmála. Valdabrölt og flokkadrættir eru mér ekki að skapi. Ég vil gjarnan hafa áhrif en mig langar ekkert í völd. Ég hef heldur enga ástæðu til að trúa því að ef ég kæmist til valda, þá væri ég eitthvað ólíklegri en hver annar til að sökkva í spillingu og ógeð. Þetta tvennt virðist bara yfirhöfuð fara saman.

Mig langar ekki að stjórna heiminum. Ég vil bara að sem flestir geti búið við frelsi og öryggi og það er engin stjórnmálastefna sem getur tryggt það. Ég held að mannskepnan sé of mikið hjarðdýr til að nokkur möguleiki sé á því að mynda samfélag án valdastéttar. Það fyrirkomulag sem hefur þokað okkur í átt til lýðræðis er það að sem flestar raddir heyrist, að almenningur veiti valdhöfum virkt aðhald og að ákvörðunum stjórnvalda og almennum viðhorfum sé ögrað í sífellu. Þeir sem taka það hlutverk af sér, jafnvel þótt þeir sækist ekki eftir völdum, eru að reyna að hafa áhrif á mótun samfélgasins. Og það er að taka þátt í pólitík.

Ég er líka stundum spurð að því hversvegna ég sé ekki rithöfundur. Sannleikurinn er sá að ég ER rithöfundur. Ég skrifa bara ekki bækur.

 

Það skyldi þó aldrei vera?

Í morgun röltu tveir óvopnaðir leppalúðar inn á Keflavíkurflugvöll.Þar skottuðust þeir dágóða stund í trausti þess að flugumferðarstjórar ynnu fyrir kauphækkuninni sem þeir fengu á dögunum. Aðgerðin tókst vonum framar. Þeir töfðu m.a.s. flugvél með Paul Ramses innanborðs í því að fara í loftið. Ekki lengi að vísu en vélin stoppaði.

Halda áfram að lesa

Forgangsröðin á hreinu

Síðasta vetur losnaði gangstéttarhella fyrir framan búðina mína á Vesturgötunni. Í húsinu búa tveir eldri borgarar en hinum megin við götuna er heilsugæslustöð þar sem m.a. fer fram ýmis þjónusta fyrir eldra fólk. Fótafúið fólk á því oft leið hér um og ég hafði áhyggjur af því að þessi hella hefði í för með sér slysahættu. Halda áfram að lesa

Björn er vanhæfur

Gallinn við að láta dómsmálaráðherra taka málið upp er sú að hann er bullandi vanhæfur. Hann hefur þegar tjáð sig um það opinberlega hvað þetta hafi allt saman verið löglegt og siðlegt og eftir bloggfærslu sem hann birti 5. júlí, að dæma, hefur hann engan skilning á ástandinu í Kenía, telur að þar sé bara allt í ljúfri löð.

Ég álít reyndar að það sé almennt mjög óæskilegt að hafa jafn forpokaðan hernaðarsinnaða í valdastöðu en í þessu máli leikur ekki nokkur vafi á vanhæfni Björns.

mbl.is Vill að dómsmálaráðherra endurskoði ákvörðun